Ljósberinn


Ljósberinn - 30.12.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 30.12.1933, Blaðsíða 5
LJÖSBERINN 393 lík læti í hönunum hérna! En svona er hað altaf! Ég hefi nokkrum sinnum sagt það, að það ætti að leggja blátt bann fyrir hænsnahaldi hér í grend við gistihúsið! En það þýðir ekki mikið að tala um annað eins! Sýslumaðurinn hlær bara að mér. Hann segir að hanarnir séu skemtilegir og m«gi ekki missa sig. En hvað má ég koma með handa yður? Hafragraut og mjólk! Kaffi og smurt brauð! Já, það skal vera til samstundis.« Þórunn tylti sér á stól við borðsend- ann, þegar gestur hennar tók til snæð- ings. Hún brann í skinninu af forvitni, eftir að vita eitthvað meir um gestinn sinn, en kunni ekki við að leggja mjög nærgöngular spurningar fyrir hann. »Nú get ég látið yður fá b'etra her- bergi, ef þér viljið,« sagði hún, afar kunnuglega. »Bezta herbergið í húsinu er laust, og ég vil láta yður sitja fyrir því, ef þér óskið þess.« »Þakka yður fyrir,« svaraði svart- klædda konan. »En ég kann ekkert illa við mig þarna uppi.« »Mikil undur!« sagði Þórunn. »Það er sannarlega ekki boðlegt handa yður,« og hún lagði mikla áherzlu á seinasta orðið. — »Og ef þér hugsið kannske til að dvelja hérna eitthvað, þá er það blátt áfram ófært handa yður. En þér ætl- ið kannske ekki að standa neitt við hérna?« Þórunn beið svars með meiri óþreyju en hún lét í veðri vaka. »Ég veit nú ekki,« svaraði aðkomu- konan. »Það fer eftir hinu og öðru, sem ég er ekki búin að átta mig á enn þá. Mér þykir vænt um að geta fengið rúm hjá yður á meðan mig vantar það.« Það hýrnaði talsvert yfir Þórunni, því hún gat sér þess til að kona þessi væri g'óð í viðskiftum. »Má ég biðja um nafnio yðar í gesta- bókina mína,« sagði Þórunn ofur blíð á manninn og brosleit. »Vissulega!« svaraði hin. Þórunn lagði bókina fyrir framan hana. »Hér eru ekki svo fá nöfn, sem ég má vera upp með mér af,« sagði Þórunn og fletti bókinni. »Þetta er alt fólk sem hefir gist hjá mér, sumir lengur en skernur. Sjáið þér til! Þarna stendur nafnið biskupsins, ráðherrans, forseta alþingis, og alþingismanna, sýslunefnd- armanna, og margra fleiri ágætismanna. Því það er nú si sona, hér er ekki í ann- að hús að venda fyrir íerðamenn, svo þeir verða fegnir að gera sér að góðu að gista hér hjá mér. Og mér hefir tek- ist að gera þeim til hæfis. — Þakka yður fyrir,« sagði hún að lokum, er gesturinn hafði bætt nafni sínu við nöfn annara gesta í gestabókinni. Svartklædda konan stóð upp frá borð- um og þakkaði fyrir matinn. »Hvenær borðið þið dinner — ég' á við miðdegisverð?« spurði hún. »Klukkan 12, venjulegast,« svaraði Þórunn. »Annars getið þér fengið að borða þegar þér óskið.« »Ég þakka,« svaraði konan. »En ég vil borða á sama tíma og þér óskið. Ég ætla nú að ganga út mér til hressing- ar. Verið þér sælar!« Þórunn stóð hjá glugganum og horfði á eftir henni. »En hvað hún er einkenni- leg þessi manneskja!« tautaði hún í hálf- um hljóðum. »Og hvað ætli hún heiti nú? — Dína Dína Jokkims! En það nafn! Og' þó er hún íslenzk — það á að heita íslenzka sem hún talar! Líklega er hún efnuð, annars gæti hún ekki ferðast svona, manneskjan.« Þórunn hypjaði sig frá glugganum þegar hún sá til ferða sýslumannsins, sem stefndi rakleitt heim að húsi henn- ar. —

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.