Ljósberinn


Ljósberinn - 30.12.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 30.12.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 391 yrði fyrir vindinum og' nú voru allir sem á glóðum. Skipstjóri kvaðst hafa horfst í augu við margan lífsháskann á sjóferðum sínum; en aldrei hefði hann fundið það eins og augnablikið, sem hann átti að kveikja á eldspýtunni í þetta skifti. En — samt fór það alt vel úr hendi. Það kviknaði á eldspýtunni, og nú var kveikt á, ljóskerinu og nú sveifluðum vér þessu merki fram og aftur og skipshöfnin á gufuskipinu tók eftir því. Skipið kom oss til hjálpar, sagði skipstjóri, og tók oss alla. Af hverju var þessi litla eldspýta svo ákaflega mikils virði? Af engu öðru en því, að hún var hin eina. Eins er því varið með fagnaðarer- indi Guðs. Þar er ekki nema um eitt hjálpræði að ræða, og eiton frelsara, og það er Jesús Kristur. Með eigin kröftum enginn verst, þó eitt má frelsun valda: hinn rétti maður með' oss berst, sem mannkyns skuld réð gjalda. Sá heitið háleitt ber, það heiti Jesús er; hann Guðs er eðlis einn, er annar slíkur neinn; hann víst mun velli halda. Saddhu námfúsi. Á Indlandi er fólkinu skift í marg- ar stéttir, sem ekkert samneyti mega hafa hvor við aðra, og veldur það mikl- um erfiðleikum, eins og gefur að skilja. Saddhu hét drengur, sem var af lægri stéttum, hann langaði afskaplega mikið til að læra eitthvað, en skólarnir voru ætlaðir æðri stéttum. Hann fór samt dag einn í skólann, til þess að beiðast inntöku, en óðar en hann kom inn fyrir hliðið, hrópuðu skóladrengirnir til hans: »Ghassia!« (Það þýðir: lægri stéttarmað- ur), og ráku hann burt. Daginn eftir kom hann aftur og barði á þilið fyrir neðan einn skólagluggann. Kennarinn opnaði gluggann. »Herra kennari,« sagði Saddhu, »mér er sagt, að þetta sé ríkisskóli, sem taki ekki til kenslu lægristéttar drengi. Hvert á ég að fara?« »Hvað varðar mig um það?« svaraði kennarinn. »Ég get lesið fjórðu lesbókina,« svar- aði Saddhu. »Þetta er landafræði sem þér eruð með í hendinni.« Og seint og gætilega las Saddhu fáeinar línur upp- hátt, til þess að sýna kennaranum að hann kynni að lesa ensku. Það er fá- gætt þar í landi, að lægristéttar börn kunni að lesa, hvað þá að lesa ensku. Og hálfgert í gamni og hálfgert í al- vöru skrifaði kennarinn nafn hans og stétt hjá sér, og sagði síðan við hann: »Saddhu, þú mátt seta fyrir utan þenn- an glugga. Þegar sólin er hagstæð skal ég hlýða þér yfir. Dag eftir dag sat Saddhu í heitum sandinum undir glugganum, með bæk- urnar sínar. En drengirnir í skólanum litu svo á, sem forsjónin hefði sent þeim Saddhu, til að hafa hann að skotspæni. öllu bréfarusli söfnuðu þeir saman og hentu svo yfir höfuðið á honum. Einn góðan veðurdag var mikið um að vera í skólanum. öllum á óvart var eftirlits- maður skólans kominn þangað, og hann prófaði hverja deild um sig, þá þótti drengjunum nú betra að láta ekki standa á svarinu. Loks var honum litið þangað sem Saddhu sat. »Látið hann koma inn,« sagði eftirlitsmaðurinn. Og svo gekk Saddhu undir próf einn síns liðs. Erfiðar spurningar voru fyrir hann lagðar, og hann svaraði þeim eins vel og hann gat, og tók svo saman bækurn- ar sínar og fór. Seinna þegar kristinn trúboðsskóli kom þar varð Saddhu einn af kennurum hans. Baldvin Jónsson, Þórsg. 11.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.