Ljósberinn


Ljósberinn - 25.10.1930, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 25.10.1930, Blaðsíða 8
33(5 LJOSBERINN En er minnst vonum varói, fleyg’ði hann frá sér pentli og spjaldi og hróp- aói upp yfir sig: »Guð hjálpi mér! Hví fer eg ekki sjálfur af staó út til þeirra, sem týr.d- ir eru, í stað þess að mála myndir af heim!« Og það urðu meira en orðin tóm fyrir honum. Upp frá þeirri stundu helgaði hann Guði allt líf sitt og var 25 ár biskup safnaóar í Uganda í Suður-Afríku. ------------- Prófskrift og framkoina míii. — Tileinkað dætrum mínum. — Svö fögur og prúð verði prófskriftin mín, að prófstjórinn dráttunum hrósi, og kennarinn barninu bendi til sín og bjóði því fullnaðar einkunn, er skín í brosgeislans bjartasta ljósi. Svo fögur og prúð verði framkoman mín, að framtíðin ávalt því hrósi, og faðirinn barninu fagni til sín, að fullkomna starf sitt, þars verknaður skín i eJskunnar alskæra ljósi. M. I?. Löng bið. Bóndi nokkur réði listmálara til að mála mynd af bæ sínum og bað um að hann yrði sýndur standa í bæjardyruu- um. Á tilteknum tíma var myndin full- gerð að öðru leyti en því, að listmálar- inn hafði gleymt ósk bóndans að sýna hann í bæjardyrunum. »Myndin þykir mér góð, en hvar er ég?« spurði bóndinn. Listamaöuriun reyndi að eyða [iví ineð spaugi og sagði: »,Já, pú fórst inn til að sækja pessa dali, sem ég á að fá fyrir að mála myndina®. »Jæja«, sagði bóndi. »Pá líklega kem ég innan skarnms út aftur og borga J)ér, á meðan skulum við liengja upp myndina og bíða«. -------»><S> <•--- Sólsetur á hausti. Hin Jækkandi sól bak við fjöllin fer æ fyrri hvern daginn, því haustið ber að liöndum með húmdimmu kvöldin. Og stjörnurnar djúpinu stíga frá, sem stórmerki skaparans himin á og lýsa upp lágnættistjöldin. Nú hverfur hin sólríka sumartíð og sölnar hin iðgræna fjallahlíð, því nístandi náttkyljur valda; en sumrinu eilífa segja mór frá þær sólir, sem himninum tindra á. ('), lof sé þér lífgjaflnn alda, B. J. ■--—-•> C-> <•“--- Jesús sagði: Eg er ljós í heiminn komið, til þess að hver sem á mig trúir, sé ekki t myrkrinu; og ef einhver heyrir orð mtn og gætir þeirra ekki, þá dæmi eg hann ekki — því að eg er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til þess að frelsa heiminn; -- sá sem hafnar mér og veitir ekki orðum mínum viðtöku, hefir þann sem dæmir hann: orðið, sem eg hefi talað, það mun dæma hann á efsta degi. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.