Ljósberinn - 15.07.1936, Blaðsíða 8
166
LJOSBERINN
anna þörfnumst við, ef eitthvað á að verða úr okkur.«
Pétur litli leit framan í föður sinn, en spratt svo
við, vafði handleggjunum um háls honum og sagði:
»Já, pabbi, en eftir storm verður alltaf stilli-logn.
Dalakúfurinn
heitir framhaldssagan, sem
hefst í næsta biaði. Ind-
versk saga, mjög falleg.
E N D I R.
Löðrung’urinn.
Bergur kaupmaður var orðinn gam-
all, hafði Iátið af kaupsýslvstörfum og
lifði nú kyrlátu. lífí í útjaðri borgar-
innar. Á hverjum morgni fékk hann sér
göngutúr og mætti þá iðulega ungum
manni, sem æfinleg-a tók mjög kurteis-
lega ofan fyrir honum. Bergur kaupmaö-
ur svaraði kveðju. hans, en samt var
liann þess fullviss, að hann hefði aldrei
lcynnst manni þessum; hann hélt því að
ungi maðurinn tæki sig' fyrir einhvern
annan.
Einhverju sinni var Bergur kaupmað-
ur boðinn til eins af vinum sínurn; en er
þangað kom, sér hann óþekta manninn
kurteisa, hann er að tala við vin hans.
Vinurinn ætlar nú að kynna þá hvorn
f.yrir öðrum, en þá segir ungi maðurinn:
»Við höfum þekst í mörg ár«.
»Afsakið, en yður skjátlast víst«,
sagði Bergur kaupmaður, »að vfeu hefi
ég gefið því gau.m, hve vingjarnlegá þér
hafið heilsað mér morgum sinnum, en
þér hafið eflaust tekið mig fyrir eín-
hvem annan«.
»Nei, það er langt síðan ég kyntist vð-
ur«, svaraði ungi maðurinn, »og mér
þykir vænt um að fá nú loksins tæki-
|
færi til þess að þakka yðu.r«.
Og fyrir hvað ætti það nú að vera?«
spyr kaupmaðurinn.
»Það er gömul saga«, sva,raði hinn,
»og er þér heyrið hana minnist þér min
máske þótt langt sé um liðið síðan, —
Ég var þá níu ára gamall og á leið í
skólann. Ég gekk yfir torgið, en þar
voru margar körfur fujlar af ávöxtum.
A ]5eim dögum fékk ég, sjaldan ávexti.
svo það var erfitt að ganga fram hj-i
þeún Ein af sölukonunum var að spjalla
við nágrannakonu sína og sneri baki að
körfu sinni. Aköf löngun g'reip mig að
taka bara eitt einasta epli, ég rétti fram
hendina til þess að ná í það og stinga
því með gætni í vasa minn, en í sömu
svipan fæ ég löðrung á kinnina, svo ég
slepti eplinu,. »Heyrðu drengur minn«,
sagði maðurinn, sem gaf mér löðrung-
inn, »þú hefir vist lært sjöunda boðorð-
ið? Ég vona að þetta sé í fyrsta skiftið,
sem þú hefir brotið gegn því, og1 láttu
það nú vera í síéasta sinnx. Ég gat
naumast litið upp, svo blygðaðist ég
mín. En aldrei hefi ég samt getað
gleymt andliti mannsins. Altaf minnist
ég orðanna: »Láttu það néi vera í síð-
asta sinn«.
Er ég hafði lokið skólanámi komst óg'
að verzlunarstörfum hér heima, sigldi
síðan til Ameríku, og rak verzlun þav
um nokkurt skeið. Oft kom, freistingin
að rétta fram hendina. eftir eigum ann-
ara, en þá mintist ég æfinlega löðr-
ungsins og orðanna: »Láttu það nú vera
í síðasta sinn«.
Og lof sé Guði, eigur þær, sem ég hefi
aflað mér, hefi ég aflað á heiðarlegan
hátt«.
Því næst tók hann í hönd kaupmann-
inum og sagði: »Leyfið mér nú að þakka
yður og taka með lotningu í þá hönd,
sem framkvæmdi þetta, góðverk á mér«.