Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Síða 9
________ _ _ _ NÝTT KTBTLTUBLAÐ.^_______________ 5
un, vöktu með dæmi sínu og orðum eftirtekt hans á kristin-
dóminum. Og brátt varð kristindómurinn honum hjartans
alvöru-málefni. — Hann virðist hafa haft mjúka og viðkvæma
lund og vrrið ör og ákafur í skapi. með framtakssaman huga.
Öll hálfvelgja var honum óeðlileg. Þegar hann var 16 ára
varð hann lærisveinn í sunnudagaskóla, ogkennari við sama
skólann skömmu síðar. Hann og félagar hans héldu líka
smá-samkomur í herbergjum þeirra og buðu þangað jafnöldrum
sínum, og þessar samkomur voru haldnar með fjöri og kristi-
legri alvöru, svo að þær höfðu talsverð áhrif. Þatmig lærði
Williams ekki aðeins verzlunarstörf í Bridgewater, heldurfékk
hann þar einnig sína fyrstu æfingu í kristilegu starfi meðal
ungra manna.
Svo kom hann í október 1841 til Lundúnaborgar. Afarstórt
verzlunarbús stendur beint á móti binni mikilfenglegu Páls-
kirkju og snýr út að einni af höfuðæðum hinnar miklu heims-
borgar, þar sem manngrúinn og vagnafjiildinn er eins og belj-
andi árstraumur. Áttu þá verzhm þeir George Hitchcock &
Co. Þar fékk Williams stöðu sem yngsti búðai'sveinn og var
])á tvítugur að aldri. — Bragurinn á verzlunarstéttinni i Lund-
únum var ef til vill enn þá verri en nú, og stórborgar-lest-
irnir: drykkjuskapur og lauslæti, voru á mjög háu stigi.
Margir ungir verzlunarmenn fengu dögum saman enga hreyf-
ingu aðra en úr búðinni og upp á kvistinn þar sem þeir sváfu,
og þegar þeir fengu að koma út og eiga fri, höfðu þeir eng-
in betri bæli en veitingahús og skemtistaði af lakara taginu.
Framferðið og hegðunin hjá þessum uppvaxandi verzlunarlýð
var svo eftir því.
Menn geta sett sig inn i hve mjög það hafi hlotið að
særa hið viðkvæma hjarta George Williams að þurfa að sjá
og heyra allan þann ósóma, er átti sér stað meðal félaga hans.
Hann úthelti því hjarta sínu fyrir guði á einverustundunum í
svefnherbergi sínu, og það sem hann sérstaklega bað um var
það, að honum mætti auðnast að finna einhvern samhuga
sér. Smith hét sá er Guð sendi honurn. Þeir tóku höndum
saman og byrjuðu á samskonar samkomum og George hafði
haldið í Bridgewater. Ymsir ungir menn af stallbræðrum
þeirra drógust að þeim, og brátt varð flokkurinn svo stór,
að þeir urðu að biðja húsbóndann um stæi'ra herbergi.