Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Page 10

Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Page 10
6 NÝTT KIRKJUBLAÐ. Herra Hitchcock, sem annars aldrei hafði kært sig um krist- indóminn, gazt vel að hinni fordildarlausu og kurteisu beiðni liinna ungu manna og veilti þeim hæn jieirra. — Þetla varð til þess, að hann tók að veita þessum ungu mönnum, sem játuðu kristindóm sinn, meiri athygli, og það leið ekki á löngu þangað til hann sneri sér til Krists og gekk opinberlega í lið með hinum trúuðu þjónum sínum. Það máltak hans er frægt orðið, sem hann notaði, þá er hann tók einhvern nýjan ung- an mann í verzlun sína: „You please God, and you vill please me.“ (Þóknastu Guði, og þá muntu verða mér til geðs.) Þannig liðu 3 ár. Bar þá svo við eitt sunuudagskvöld seint í maí 1844 að tveir ungir menn gengu saman yfir Black Friar Bridge, brú á Temsá; voru þeir á kirkjuleið. Turnhvelfingin á Pálskirkjunni gnæfði í bæjarmekkínum upp yfir óteljandi reykháfa borgarinnar; smábátar voru á ferð upp og niður ána og ótölulegur grúi manna var á gangi á brúnni eins og vant var. Er hinir ungu menn höfðu gengið nokkra stund þegjandi, nemur annar þeirra alt í einu stað- ar og gripur í handlegg vinar síns og segir: Teddy, areyou ready to do any tliingfor Christ? (Teddy, ertu reiðubúinn til ]>ess að gjöra eitlhvað fyrir Krist?). Það var George Williams, er mælti þessum orðum. Teddy kvaðst halda að hann væri i'eiðubúinn til þess, ef krafist yrði. Williams bar svo upp þá hugsun að fá aðra kristilega hugsandi unga menn frá öðrum verzlunarhu-urn tif þess að vinna saman að kristi- legi i félagsstarfsemi meðal ungra manna. Þetta samtal leiddi til þess að fhntudaginn 6. júní 1844. var haldinn fundur þar sem viðstaddir voru 12 ungir rnenn, 3 úr hverri hinna fjögurra höfuðkirrkjudeilda Englands. Þar var svo „Kristilegt félag ungra manna“ stofnað — „Young men’s christian association" (Y. M. C. A.) — Herberg- ið stendur enn]>á ósnert og er kent við Jerúsalem, „theioomof Jerusalem“. En hinn eiginlegi fæðingartími félagsins var þó samtals-stundin á brúnni yfir Temsána. Og undirrótin til ]>ess, eins og til allra þýðingarmikilla hreyfinga í kirkjunni, var þessi: Kærleikurinn lil Jesú Krists i manshjartanu. Kærleikurinn til Jesú í hjörtum postulanna og kirkjufeðranna hélt forn- kirkjunni up]>i og leiddi hana til sigurs. Kærleikurinn til Jesú í hjarta Franz frá Assisi gaf þúsundum af hinum kristna

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.