Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Side 11

Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Side 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ. 7 lýö miðaldanna andlega endurnýjungu og framleiddi starfsamt bæjarlíf og yndislega íþrótt. Kærleikurinn til Jesú í lijarta Zinzendorfs greifa varð uppspretta liins stórmerka kristni- boðs Bræðrasafnaðarins meðal heiðingja; — og einfaldur og innilegur kærleiki til Jesú í hjarta ungs verzlunarmanns varð, án þess að hann óraði fyrir ]iví, byrjunin á félagshreifingu, sem nú nær yfir alt að miljón ungra manna af öllum þjóðum. Þýðing sú sem jiessi hreyfing hefir haft síðastliðin 60 ár verður eigi metin. Þetta er nú sagan um uppruna þessa félagsskapar. I næsta kafla skal svo útbreiðslu hans, vexti og viðgangi verða lýst. En vér viljum enda þenna kafla með því að segja frá aðaldráttunum í lífi George Williams. I öll þessi 61 ár sið- an hann stolnaði félagið, hefir hann starfað í því. Hann var alt af við sama verzlunarhúsið og varð seinna meðeigandi að ])ví og varð auðugur og velmetinn maður. Arið 1894 var haldin 50 ára afmælishátíð félagsins og var þá stofnandinn sæmdur bæði nafnbótum og stórgjöfum. Viktoría drotning sæmdi hann aðalsmannsnafnbót og hann var kjörinn heiðurs- borgari Lundúnabæjar, og var það greinilega tekið fram, að htínum veittist þetta vegna þein-a óumræðilegu blessunar-áhrifa, sem félagið hefði haft á svo marga unga menn þjóðarinn- ar. — Á hverju ári sendi hann út nýársávarp til allra fé- laga heimsins, og í vetur sem leið tók hann þátt í heims- fundinum í Paris. Hann var þá samt lasinn, og lmignaði lionum eftir það, og andaðist hann 11. nóvemb. síðaslliðinn og var hann borinn yfir götuna yfir í Pálskirkjuna og jarðaður þar meðal svo margra heimsfrægra manna svo sem einn af velgjörðamönnum mannkynsins. „Dýrðar“-söngurinn (Thc ,,Glory“-Song), som liór fer á oftir, or frægastur allra trúarljóða nú um hinn enskumælandi heim. B«ði textinn og lagið er eftir ungan vesturlieimsmann Mr. Gabriel. Til Norðurálfunnar berst hann fyrir tveim árum með þeim trúboðunum dr Torrey og Mr. Aloxander, sem höfðu tekið hann upp i söngbók þá, er þoir nota á samkomum sínnm („A'exander Bevival Hymns“). Frá samkomum þeirra (fyrst í Molbourne í Astraliu og seinna viðsvegnr á Englandi) hofir Dýrðar-söngurinn breiðst út á moðal almennings með meiri hraða en nokkur söngur annar, og er nú sunginn af þúsundum um allan hinn evaugeiíska heim.

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.