Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Page 18

Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Page 18
14 NÝTT JIIEKJUBLAÐ. einkar gott, til verulegs stuðnings kristindómi þjóðar vorrar og íslenzkum bókmentum til sóma. Af kirkjulegu tímaritunum okkar áttu Aldamót hvað jafn- ast erindi til allra Islendinga beggja megin hafsins. Samein- ingin er farin að verða okkur hér heima helzt lil „arnerí- könsk,“ sem ekki er nema eðlilegt, og eitthvað líkt á hinn hóg- inn kann þeim vestra að finnast um frónsku kirkjublöðin. Aldamól komu öll í einu og voru því vel sett með það að flytja langar ritgerðir, sem líðast voru fyrirlestrar frá kirkju- þingunum, flestir og beztir eftir þá síra Jón og ritstjórann. Nú hin síðustu árin voru Aldamót og farin að flytja fleiri og fjölbreyttari ritgerðir frá sjálfum ritstjóranum, og kendi þar œ ljósar þess anda, sem hugsandi mönnum kirkjunnar hér heima var sérstaklega hugnæmur. Enn mætti minna á dóma ritstjórans um íslenzku bókmentirnar árlega, þeirra munu margir sakna. I stað Aldamóta er nú koinið ársrit frá kirkjufélaginu, og heitir það „Árarnót". Skylt á það rit við Aldamót að því leyti, sem það flytur kirkjuþingsfyrirlestrana og þingsetn- ingar-prédikunina, en nýja ritið ei- þó nú aðallega skýrsla frá kirkjuþinginu. Ritið er gefið út af skrifurum kirkju- félagsins, þeim sira Birni B. Jónssyni og síra Runólfi Marteinssyni, með því innihaldi sem kirkjuþingið hefir á- kveðið, og um ritstjórnargreinir er þar eigi að ræða. Fundargerðirnar taka upp fyrri helming ritsins. Þá er þingselniugarræðan haldin af síra Friðrik J. Bergmann, fyrir- lestur eftir síra N Steingrím Þorláksson um „Merkjalínur, “ fyrirlestur síra Jóns, sem heitir „Helgi hinn magri“, og inn- gangsræða á trúmálafundi eftir síra Friðrik Hallgrímsson um dómsdag. Búist er við því, að kirkjufélagið gefi framvegis út ársrifc ineð líku sniði. Þetta rit félagsins verður eflaust haft á boð- stólum hér á landi, og ætti að verða keypt og lesið. Oss ríð- ur á því margra hluta vegna, að halda bandinu sem traust- ustu við bræður vora vestra, og vera með lífi og sál inni í baráttu þeirra fyrir kristindóminum og viðhaldi íslenzkrar þjóðmenningar. Fyrirlestur síra Jóns er eins og jafnan tilkomumikill og íhugunarverður, bæði til samþykkis og andmæla, og mun

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.