Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Side 19

Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Side 19
NÝTT TCTRTC.TUBLAÐ. 15 Nýja kirkjublaðið síðar korna að honum. Að þessu sinni skal eif’i frekar farið út i efni hins nýja kirkjurits, en brýna vildum vér pað fyrir lesendum vorum, að kynna sér eigi sið- ur sjálfar fundargerðirnar. Slíkur lestur þykir ])ur, en mik- ið er á honum að græða. Þetta hið tuttugasta og fyrsta ársþing hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Yesturheimí var haldið í Minneota, þar sem síra Björn B. Jónsson, bróðursonur Krist- jáns skálds Jónssonar er prestur. Þingið stóð yfir 6 daga frá 22—27. júni. Auk prestanna níu, voru ])ai' um 30 safn- aðarfulltrúar eða erindsrekar, og hafði þó meiri hluti hinna smærri safnaða eigi sentneinn fulltrúa. Síra Oddur V. Gíslason er enn talinn 10. presturinn í kirkjufélaginu, en virðist nú vera utan við félagsskapinn. A þinginu i sumar sem leið voru i kirkjufélaginu 37 söfnuðir, en 2 bættust þá við, annar þeirra Tjaldbúðarsöfnuður í Winnipeg, sem síra Friðrik J. Berg- mann hefir þjónað undanfarið. Að þeim söfnuðum meðtöld- um verður fólkstalan í félaginu um eða yfir 7000. Sunnu- dagaskólakennarar voru árið 1904 að tölu 141, og nemend- ur innritaðir 1532. Af 22 söfnuðum norðan „línunnar" eða i Kanada höfðu ekki nema 12 fastan prest. Hjá þessum dreifðu prestlausu söfnuðum hefir slarfað síra Pétur Hjálms- son, sonur Hjálms heitins alþingismanns Péturssonar í Mýra- sýslu; fær síra Pétur mikið lof fyrir ötulleik sinn og ágætan árangur af umferðar-þjónustunni. Vouir eru um að prestar fáist smám saman til þessara safnaða við nám þarlendra Is- lendinga. Arangurinn af stofnun íslenzka kennaraembættisins við Wesley-skólann í Winnipeg virðist vera einkar góður. Áhug- inn fyrir viðhaldi íslenzkrar tungu og fyrir íslenzkum bók- mentum fer vaxandi, en kennarinn síra Friðrik J. Bergmann kvartar undan því, að helzt til fáir af uppvaxandi kynslóð- inni noti sér lýðskólana nógu vel til þess að geta á eftír gengið í hinn æðri mentaskóla. Árið 1904 voru 27 íslenzkir nemendur á Wesley-skólanum, og var vorprófið síðusta ís- lendingum tii hins mesta sóma. Nú er annað íslenzkt kenn- araembætti komið á fót við hinn almenna æðri mentaskóla, sem kendur er við Gustaf Adolf, í bænum St. Peter í Minne- sotaríki í Bandafylkjunum, og réðist þangað kennari héðan í

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.