Nýtt kirkjublað - 17.12.1906, Síða 1
NÝTT IÍIRKJUBLAE)
HÁLFSMÁNAÐARRIT
FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING
1906.
Reykjavik, 17. desember.
23. blað
•Hcilsuhæli fyrir hcrklaYGÍka.
Fagnaðarefni er ]iað, að beztu horfur eru á ])ví, að þjóð-
in verði nú öll samtaka í stórfenglegu líknarverki, sem ekki
hefði verið viðlit að hugsa til fyrir örfáum árum, en nú eru
allar líkur til að fái góðan byr.
Það er oft talað um ]>að og eigi að ástæðulausu, hvað
kristnihald vort er fjörlítið, að eigi sé meira sagt, en eitt er
víst, að kristileg mannúð fer vaxandi í landinu, sem sjá má
í svo mörgum greinum.
Þetta fyrirtæki að koma á hæli fyrir berklaveika kemur
auðvitað eigi fram sem kirkjunnar málefni eða kristilegt fyrir-
tæki, og það er borið upp af félagi, sem stendur á guðstrú-
ar-grundvellinum, en ekki beint á hinum kristilega grundvelli,
að þvi er vér bezt þekkjum til.
Oss eru töm og kunn orðin: „Hver sem eigi er með
mér, er á móti mér, og hver sem eigi safnar með mér, hann
dreifir" (Matt. 12, 30). En frelsari vor sagði og við annað
tækifæri: „Sá sem ekki er á móti oss, hann er með oss“
(Mark. 9, 40). Og þau orð eru oss eigi síður kær.
Hin sanna mannúð kom með kristindóminum inn í heim-
inn og í skjóli kirkjunnar hefir hún dafnað og vaxið um
liðnar aldir, þrátt fyrir margt og margt, sem að kirkjunni hefir
mátt finna.
Vér kirkjunnar menn fögnum af hjarta þessu hinu mik-
ilfenglegasta mannúðarfyrirtæki, sem konfið hefir upp með
þjóð vorri. Fyrir vorum sjónum er það fyrst og fremst
kristilegt mannúðarfyrirtéeki. Vér vonum að þjóðin vaxi við