Nýtt kirkjublað - 17.12.1906, Blaðsíða 6
270
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
uppalinn við Jtröngsýnan kristindóm, megnar aðleiða íljóssannar-
lega frjálslyndan evangeliskan kristindóm. Vér fáum aS eins stig-
ið lítið spor í áttina, þér hinir yngri verðið svo að taka við.
Þér eruð kallaðir til að leiða í Ijós upplitsdjarfan evang-
eliskan kristindóm, sjálfstæðan fyrir guðs augliti, með Ijósri
meðvitund urn barnarétt sinn hjá guði, og sem verandi sér
þessa meðvitandi snýr sér að áhugaefnum lífsins og verkefn-
um, hvergi hræddur þótt hann viti, að því fylgja þrenging-
ar og barátta, og lætur sig engum böndum binda af neinu
eða neinum. Það er yðar mikla, fagra og háleita köllun að
leiða í ljós slíkan glaðværan, þróttmikinn og lífvænlegan
kristindóm.
En þá verðið þér að byrja á byrjuninni: byrja á að
trúa því, að þér séuð guðs börn. Bíðið ekki unz þér hafið
lokið við eilthvað, sem þér svo hyggist að geta látið guði i
té. Biðið ekki heldur eftir því, að eitthvað sérlegt hendi yð-
ur. Varpið yður í föðurfaðm guðs eins og þér eruð. Trúið
því fastlega, að þér séuð guðs börn fyrir árnan Jesú.
Kostið svo kapps um að staðfestast og fullkomnast í
barnasamfélagi yðar við guð. Hatið það sífelt fyrir augum.
Ilvorl heldur er í sorg eða gleði, í einveru eða mitt á meðal
félaga yðar, í starfi eða leik, þá segið við sjálfa yður: Eg
er guðs barn! Talið við föður yðar: verið bænræknir.
Hlustið á föður yðar: lesið kostgæfilega orð hans og hlýðið
á það. Verið í allri breytni yðar sem guðs börnum sóniir;
látið ekki föður yðar hafa vansæmd af yður.
Forðisl alt fát og fum og óðagot. Verið ekki á ferð
og flugi fram og aftur til þess að vinna eitthvað, er sérstak-
lega ávinni yður velþóknan guðs Farið að engu óðslega.
Verið vænir menn og siðprúðir, hreinir í lífi og hreinir í
lund, einlægir og sannkærir, ástundunarsamir og til alls góðs
fúsir, góðviljaðir og elskuríkir, þá munuð þér vaxa smátt og
smátt, og taka hægum og jöfnum þroska. Og að lokuin
munuð þér, sem fullþroska menn og fullþroska konur i Kristi
Jesú sjá gjörvalt líf sjálfra yðar gagntekið af „ágæti hins
kristilega Iífs“.
Guð blessi æskulýð Norðurlanda.
(Pýtt úr „For Kirke og Kultur“).