Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Side 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
7
skólanum 800 sveinar, eða 100, eða ekki nema 50, en
hitt er fyrir öllu, að hann verði skóli kristinna sæmdardrengja
(school of christian gentlemen)".
Hlýðnin er upphaf alls uppeldis. Henni verður „enski
fyrirmaðurinn“ að temjast í æsku Aristóteles heimspekingur
kvað engan þann færan að stjórna, sem eigi liefði áður lært
að hlýða. Góður skólameistari verður að krefjast þess, eins
og hver hygginn faðir krefst þess, að barnið hlýði sér hik-
laust. Ávarpsskeytið frá Nelson við Trafalgar var sem kunn-
ugt er: „England treystir því að hver geri skyldu sina“.
Enski námssveinninn lærir það á skólanum og enski stúdent-
inn lærir það á háskólagarðinum, að þegar skyldubrautin
blasir bein við, þá er að Ieggja á hana, hvað sem í húfi er.
Það er frumfræðin, sem „fyrirmaðurinn“ verður að læra, að
hlýða boði skyldunnar.
Við heimavistarskólana ensku er enn eitt sérkennilegt.
Margir kennarar taka við, hverir af öðrum til að fræða svein-
inn, en það er einn og sanii maðurinn úr kennarasveitinni,
sem gætir uppeldis lians siðferðislega allan skólavistartímann.
Gæslumaðurinn (tutorj kynnir sér sem bezt lundarfar hvers
og eins af fóstursveinum sínum, prófar sérhæfileika hvers og
eins, reynir að vekja og örfa það sem er bezt og dugmest í
hverjum og eioum, og ver sveina sína gegn misskilningi og
aðkasti. Það er ákaflega vandasamt starf og ábyrgðarmikil.
Gæzlumaðurinn á með öllu að koma sveininum í foreldra
stað. Mannvit mikið og gnóga lífsreynslu þarf til að gæta lik-
ama og sálar hjá ungum sveini, og hvorttveggja samfara
lempni og kærleika.
„Skólameistarinn byrjar þá á þessu, eins og nú hefir
mælt verið, að krefjast hlýðni. En eigi verður sá skólameist-
ari talinn í fyrsta ílokki er lætur þar staðar numið. Eigi
starfið að fara honum reglulega vel úr hendi, þá dugir eigi
valdið eitt, heldur verður hann uð ná góðvildar-samhug svein-
anna. Hann verður að gera sér alt far um að kynnast ein-
staklingseðli hvers um sig, Og sitt getur þá átt við hvern
þeirra um sig. Hann verður að kunna að dæma um það,
hvenær á að herða á skólaaga-taumunum og hvenær má
slaka á þeim, Honum nægir eigi hlýðni skólasveinanna,
hann verður að keppa að því marki að koma inn hjá þeim