Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Side 20
16
sér, og síðan einkabréfin sér (Fílem og 2. og 8. Jóh.). Loks
koma almennu bréfin, Hebr. fremst.
Þessi nýja |)ýðing fer eftir sama gríska textanum og
endurskoðaða þýðingin enska, og eftir þeim gríska texta er
og nýja íslenzka þýðingin, sem verið er að prenta.
Til samanburðar er hér reynt að ná orðfæri 20. aldar
þýðingarinnar á formálanum að Lúkasai’guðspjalli:
Tileinkun.
Gröfugum manni Þeófílusi.
Það tiafa margir orðið til þess að reyna sig á því, að færa í
sögu viðburði þá, sem vér teljum sanna að vera, eins og þeir
menn liafa látið til vor berast, er frá öndverðu voru sjónarvottar
og síðan gjörðust flytjendur boðskaparins. JÞví var nú það, að eg
tók mig líka til og raunsakaði alla þessa viðburði mjög kostgæíi-
lega frá upphafi, og réð það af að rita fyrir þig samfelda sögu
um þá. Með þeim hætti verður þú sjálfur fær um að ganga úr
skugga um áreiðanleik þeirrar frásögu, sem þú hefir lieyrt af ann-
ara vörum (v. 1—4).
Hér er með breyttu letri, þar sem lengst er farið frá ensku
og íslenzku þýðingunni endurskoðuðu. og mun hvorttveggja vera
róttara í þessari nýju þýðing 20. aldar. Og mikil eftirsjón er að
því, að hún var eigi útkomin, áður en unnið var að íslenzku þýð-
ingunni nýju.
NÍTT KIRK.TUBLAÉ).
IJtgefendur sendalesendum sínum,kaupendura ogútsölumönnum
lilýjar nýárskveðjur. Blaðið heldur áíram i óbreyttri mynd, og væntir
sór vaxandi gengis á nýbyrjuðu ári, og er þess þörf, því að eigi ber
blaðið síg með þeirri útbreiðslu sem það hefir haft um liðið ár,
og það þótt alls engin borgun komi fyrir starf ritstjóranna. Ekki
svo íáir útsölumenu hafa komið útsölunni af sór með því að
gefa upp nöfn kaupenda, og lagt til að þeim yrði sent beint
liverjum í sínu lagi, en mjög er hætt við að innheimtan verði örð-
ug með því lagi, og ættu þeir sem unna blaðinu lífs, að reyna að
fá einhvern góðan útsölumann í bygðinni, geti þeir einhverra hluta
vegna eigi átt við útsöluna sjálfir.
Beðnir eru menn að gera sem fyrst aðvart um það, ef eiu-
hver vanskil verða á blaðinu.
Xltgefendur: JON HELGASON og ÞORHALLXJR BJARNARSON.
Fólagsprentsmiðjan.