Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Qupperneq 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ
HÁLFSMÁNAÐARRIT
FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING
1907.
Reykjavik, 8. janúar
blað
ijá eg síend við huröina og drep á dgr.
(Opinberunarb. 3, 20.)
Niðurl. prédikunar, er Haraldur kand. Nielsson flutti í frikirkju
Reykjavikur á gamlárskveld 1906.
gapEGAR gamla árið kveður, kemur nýtt ár, nýr náðar-
tími frá guði. Það hrópar fyrst og fremst til vor:
Nú er nýtt færi til þess að nota tímann vel. Þú hefir
ef til vill enn ekki gætt þcss, að náð guðs er altaf að bíða
eftir þér. Orðin þessi, sem ég liefi tilfært úr Opinberunar-
bók Jóhannesar, eiga þar eiginlega við Jesúm sjálfan, um
andlega komu hans til safnaðarins í Laódíkeu. En Jesús
Kristur hefir opinberað oss kærleika guðs, og sjálfur er hann
í huga vorum ímynd guðs náðar. A árinu mjja hrópar
þessi náð til þín: sjá, eg stend við hurðina og drep á
dyr. Ætlarðu ekki að ljúka upp fyrir henni nú, ef þú hefir
elcki gjört það áður? Eiginlega hefir hún drepið á dyr þín-
ar mörgum, mörgum sinnum áður, þótt þú hafir ekki heyrt
það. Á mestu gleðistundum lífs þíns hefir hún staðið hljóð
fyrir utan — náð guðs hefir ávalt hljótt um sig — og sagt:
„Hleyptu mér nú inn; taktu nú á móti mér. Láttu nú lán
þitt og gæfu leiða þig til guðs. Snúðu nú gleði þinni upp í
þakklæti til hinmaföðursins, þá verðurðu sæll. Og mundu
svo eftir sál þinni, hún þarf guðs náðar með; hún og ég
þurfum að hittast“. En vanalegast hefir glaumkætin verið
svo hávær kringum oss á gæfustundum lífs vors, að vér höf-
um eigi heyrt, að náð guðs var að drepa á dyr. Þess vegna,