Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Page 2
±46
NÝTT KIRKJÚBLAÐ.
ekki ilt, gleðjum oss ekki af óréttvísi, samgleðjumst sannleik-
anum — eins og Páll postuli lýsir kœrleikanum.
Undirrót alis kærleika er þetta, að guð elskar oss. Öll
hans boðorð og setningar sprelta því af elsku hans til vor
og eru í samræmi við insta eðli lífs vors. Hann þekkir alla
vora sönnustu þörf og ]jess vegna liefir hann gefið oss ]iað
boðorð, að vér skulum elska hann. En með ]iví eðli kærleik-
ans er slíkt, að enginn getur elskað eftir valdboði einu og af
]iví að syndin hafði blindað svo augu vor, að vér hættum að
þekkja ákvörðun vora, ]iá sendi guð son sinn í heiminn,
fi’elsara vorn Jesúm Krist, til þess að opinbera oss hinn eilífa
föðurkærleika guðs og gefa oss knýjandi ástæðu og hvöt til
]iess að elska guð, með því að sýna oss og sanna. með kær-
leikslifi sínu og fórnardauða fyrir oss, að guð elskaði oss að
fyrra bragði. Og til þess að leiða oss inn í lif kærleikans, sem
er vort sanna og heilbrigða líf, gjöi'ðist Jesús vegurinn til
föðursins, svo að hver sá sem í lifandi trú meðtekur þennan
eilífa sáttmála milli guðs og manna, fær hlutdeild í kærleiks-
fyllingu guðs og öðlast aftur þá heilbrigði lífsins, sem synd
vor og hin ranga sjálfselska hafa svift oss. Og á því skyldi
það sjást, hvort vér lifðum samkvæmt þessari vorri eilífu
ákvörðun, að vér elskuðum bræðurna, elskuðum náungann
eins og sjálfa oss.
Þar sem því sönn trú á heima í hjörtunum, þar sem
menn lifa i sönnu lífssambandi . við hann, þar hlýtur þetta
kærleikslíf að koma í ljós, annars getur trúin á hann ekki
verið annað en munnfleypur eitt og bégómamál. Sé Jesús
Kristur í raun og veru orðinn vort líf, þá fer kærleikurinn að
vinna verk sitt inn á við i hjörtum vorum, upp á við í sam-
félagi voru við guð og út á við í umgengni vorri og allri
starfsemi. Þar sem þessi kærleikur fær að þroskast meðal
manna breytir hann allri sambúð og setur sinn blæ á alt líf
vort og alla framkomu í stóru og smáu. Og fái kærleiki
guðs í Kristi Jesú vald yfir heilli þjóð eða meginþorra ein-
staklinga hennar, ]iá verður hann undirrót, grundvöllur og
uppspretta hinna beztu, sönnustu og heilladrýgstu þjóðþrifa.
Hjá þeirri þjóð yrði ættjarðarástin heit, göfug og hrein, án
undirróðurs og æsinga, þar ætli sér ekki langan aldur tor-
trygni, valdafíkt, úlfúð og rógburður. Þar niundu allir hald-