Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Side 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
158
einnig sálailífsins — sem skyldnst er náttúrunni. En til er
önnur og æðri hlið þess, sein þú hefir ekki komið auga á.
Það er hinn mikilfenglegi frjálsi heimur, þar sem allir hinir
afdrifamestu bardagar mannlífsins eru háðir, bardagarnir milli
góðs og ills. Honum gleymir þú, af þvi þú hefir sökt þér
niðrí efnið (materiuna) upp yfir höfuð. Þennan heim girnist
þú að draga niður i orsakasamband efnisins, og þú vilt fara
með gott og ilt líkt og sykur og vitriól, enda þótt þú sjáir,
að tækist þér tilraun þín, þá er mannkynið orðið dýri líkt
frá sömu stundu. I nafn alls sem aðall nefnist hjá stríðandi
mannkyni, látum vér ekki frá oss taka þennan heim frelsis-
ins. Og í þes&um heimi, sem þú ekki hirðir um að kynnast,
þar er það fyrst og fremst sem guð kemur til móts við oss,
sá guð, sem bæði hefir skráð alheiminum lögmál sitt og sett
æðri reglur fyrir góðu og illu. Hann er það sem leggur hina
óendanlegu áherzlu á mismun góðs og ills, sem mannsins að-
all er að taka tillit til. (Niðurl).
Im heimspGkina og guðfræðina þýzku.
Þáttur úr íerðabökar-liaudritt
séra Tómasar Sæmundssonar.
----- Niðurl.
En þeir sem annaðhvort ekki geta eða ekki sýnist
nauðsyn á að fallast á þvíiíkt, og þó vilia sannleikanum
vel, og álíta það — sem það og er — skyldu og guðs vilja
að rannsaka hann dagdómalaust eftir fremsta megni. hafa
leitast við að útlista þennan undarlega og einstaka atburð í
veraldarsögunni, Krists komu til veraldar. eins og hvern
annan atburð, hvar að sönnu ekkert frábrugðið því almenni-
lega undirbúi, heldur megi þar sem alstaðar í veraldarsögunni
sjá guðs föðurlegu stjórn, sem er alt í öllu. Eru þvílíkar til-
raunir þegar þær koma af hreinum hvötuin, ekki síður virð-
ingarverðar eður nytsamar en hverjar aðrar. Til þess eru
forsvararar og óklagarar settir í hverju rnáli, að dómari geti
réttar dæmt, er hann hefir þannig séð bvað segja má með
eður móti sökinni Aklagarinn veil oft hinn ákærða frían og
heldur hann saklausan. enn vill ])ó og álítur skyldu sína að
færa alt það fram honum til áfellis sem hann getur Ein-
asta má hann áklaga sjálfan sig ef hann fram færir ákærur,
sem hann veit eru lognar, í þeim tilgangi að gjöra honum
skaða með því Það getur ekki heldur verið guðs tilætlun, sem