Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Qupperneq 11
NYTl' KIRKJRLAÐ. ^ _ 155
allir lœrðir mega knnna þeim þakkir fyrir hvað þeir meS
skarpleika sínum og starfsemi hafa flýtt hinum guðlegu vís-
indum áleiðis, — þó að gefa skynseminni óskynsamlega taum-
inn, ekki síður en hinir tilfinningunum. Kristindómuriun sam-
einar hvorttveggja, tilfinnan og skynsemi, eins og þœr og eru
óaðskiljanlegar, og hann yfirgrípur alla mannsins veru jafnt; sér-
hver, jafnt alþýðleg og lserð, undirvisan eður rifgjörð í kristin-
dómi verður að ástunda að liafa nokkuð af hvorutveggja, og gefa
hvorutveggja nokkra nœringu hjá þeim sem heyra eður lesa.
Það er sá gullvægi meðalvegur, sem í Þýzkalandi ogsvo ílest-
ir ganga, og hafa þeir ætið fyrir sér i þvi nokkur stærri ljós, sem
þeir ganga eftir.
Enginn hefir á nýrri tímum áunnið sér þar svo stórt
nafn sem Schleiermacher, kennari við háskólann og kenni-
maður við þrenningar-kirkjuna í Berlin. I honum sýndist alt
sameinað, sem gæti gert einn guðfræðing stóran: fyrst djúpsæ
þekking undirbúnings vísindanna, málfræði, sagnfræði og heim-
speki, hversvegna hann og útlagði á sitt móðurmál, betur en
nokkur hafði áður gjört, verk heimspekingsins Platóns. Þar
næst hafði hann staklegan skilnings-skarpleik og djúpsæan
kristilegan anda og málsnilli Hefir hann eftir sig látið mörg
verk i heimspeki og öllum greinum guðfræðinnar og eru
meðal þeirra merkilegust hans utlegging Lúkasar-guðspjalls, og
kenslubók hans í trúarbrögðunum (Der chridliche Glaube), sem
fleirum [sinnum] hefir prentuð verið, og þykir það hið mark-
verðasta rit um vor trúarbrögð á nýrri tímum. Hefir hann
gengið sinn eigin veg og rannsakað hina kristilegu trúarlær-
dóma alstaðar með auga sinnar aldar og eigin Iieimspeki og
bygt trúna á nýjum grundvelli, hinni náttúrlegu tilfinnan hvers
eins um. að hann sé áfastur við eitthvað hærra og guðdóm-
legt. Þykir þar i helzt ábótavant, að dómi fjöldans hinna
lærðu, að hann ekki aðskilur nógu stranglega veröldina og
guð, og er hneigður til náðarvals-lærdómsins áþekt Kalvín.
Schleiermaeher er ekki siðri klerkur en hann er kennari,
og eru ræður hans, hvar af margir árgangar eru á prenti, taldar
meðal hinna beztu á þýzku máli hvar við bæta má, að hann hefir
aldrei skrifað nokkra prédikun, heldur talaði hann jafnan frítt upp
úr sér á prédikunarstólnum; hafa þá einhverjir orðið til að skrifa
upp jafnóðum hvað hann sagði og fengið honum það aðejns