Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Side 12
156
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
til gegnumlesturs áður prentað yrði. Sá ég og þess merki,
er ég heyrði hann prédika; því ég var þá jafnan nálægur er ég
gat því viðkomið, og [eins] heyrði ég hans fyrirlestra oftast
nær. Blöskraði mér mest, hvað miklu hann gat afkastað og
þó í öllu jafnlaglega; hélt hann, er ég var í Berlín, þrjá fyrir-
lestra, 16 tíma í viku hverri, yfir siðfræðis-heimspekina, útlist-
an nokkurra Páls bréfa og lífsögu Jesú, og prédikaði þó líka
á sunnudögunum. Þótti mér það eina stundum að honum í
kenslu-stólnum, að mér fanst skilningurinn rétt sem bera gáf-
urnar ofurliði, og hann því oftar fara utan hjá hinum algenga
veginum en þörf var, svo ekki var trútt um að stundum
keimaði að hártogun; í prédikunarstólnum gætti þess minna
og var hann þar öllu hjartanlegri. [H. N.] Clausen, kennari
við háskólann í Khöfn, þykir mér þess vegna taka honum
fram [í sumu] og i engu vera hans eftirbátur; eru þeir og
að mörgu líkir. Schleiermacher hafði jafnan fult hús áheyr-
enda sem nærri má geta; hafði hann líka eitthvert hið lag-
legasta málfæri, ekki hátt eða sterkt, en hjartanlegt og sann-
færandi. Hann kvað segja, að meðal þein-a manna er sig
heyri á háskólanum, megi þrjá flokka aðgreina, stúdentana,
stúlkurnar og liðsforingjana: Stúdentarnir segir hann, að komi
fyrir hans skuld og til að fræðast, stúlkurnar vegna stúdent-
anna, en herstjórarnir vegna stúlknanna!
Eg girntist mjög að sjá Schleiermacher, því að ég hafði
margt heyrt og lesið af honum; veittist mér það og 3 dögum
eftir það ég kom lil Berlín á blómstranna hátíð; leiddi þá dr.
Levvetzow*) mig fyrir hann sem Islending, er óskaði að heyra
hans kenningar. Schleiermacher sagði það velkomið með
mikilli blíðu og spurði mig um, hvernig mér gengi með þýzk-
una o. 11. Eg hafði áður enga ímyndun gert mér um útlit
hans, og einasta séð hans andlitsmynd, en hvað brá mér
ekki í brún, er mér var sýndur hann, ekki stærri en mér í
hönd, — svo að í hvert sinn verður að hlaða und r hann,
er hann prédikar, — og allur vanskapaður með huúð út úr
*) Dr. Lewetzow var próf'essor og nmsjónarmaður fornleifanna i
hinu nýja mentubúri (Museums-Direclör); segir séiu T. um hann, að
enginn hafi átt meiri hlut í að styrtja sis til að ná tilgungi sinum í
Berlín en hann og gera sér dvölina þar lfierdómsríka og ánœgjusama.