Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Síða 16
Í60
NÍTT KIRKJURL.VÐ
frumvarpi stjórnarinnar ]mr að lútandi að visu vera talsverða
bót frá ]jví sem nú er, en þó oílitil í sjálfu sér, ekki að eins
í samanburði við laun annara embœttismanna, Iieldur og
verkmanna alment, eins og gerast nú á tímum. Til þess að
bœta úr þessu virðist ekki verða hjá þvi komist að hækka
að mun laun þeirra.“
Sú tillaga vai og borin upp og samþykt:
„Sýnodus telur æskilegt, að allir þeir prestar, sem nú
sitja við lægri Iaunakjör eftir hinum eldri reglum, geti sem
fyrst komist undir ákvæði frumvai'psinS.“
Frumvarpið um laun prófasta kom til umræðu ogtillaga
borin upp og samþykt:
„Sýnodus telur æskilegt, að laun prófasta verði hækkuð
frá þvi sem þau eru ákveðin í frumvarpi stjórnarinnar, sér-
staklega ef þau störf, sem presllaunafrumvarpið gerir ráð
fyrir, verða á þá lögð“.
Samþykt var að taka eigi til umræðu frumvarp til laga
um umsjón og fjárhald kirkna, um ellistyrk og eftirlaun, um
skyldu að kaupa ekkjum lífeyri, um sölu kirkjujarða og um
byggingarlán til prestsetra.
Biskup las upp álit nefndar þeirrar, er hatt bafði til
meðferðar bréf það, er Sýnodus barst í fyrra frá séra Hjör-
leifi Einarssyni um kristniboð. Nefndin hafði eigi séð sér
fært að leggja til, að Sýnodus taki málið að sér eins og það
liggur fyrir.
Biskup skýrði síðan frá biblíuþýðingunni. Nýja testa-
mentið mundi vera komið á sölumarkað í nýju þýðingunni
nú um mánaðarmótin. Við þýðingu gamla testamentisins
væri nú lítið annað eftir en að færa inn samanburðarstaði,
og mundi byrjað á prentun síðari hluta sumars.
Loks skýrði bi.-kup frá, að nú væri hægt að færa inn í
endurskoðaða handbók orð hinnar nýju þýðingar og mundi
bann vinna að því nú hið fyrsta, og fá handbókina löggilta.
JBjarmí, kristilegt heimilisbluð. Kemur út tvisvar í múnuði. Verð
1 kr. 50 a , í Ameriku 75 cent. Ritstjóri Bjarni Jónsson kennari.
Fólagsprontsmiöj an.