Nýtt kirkjublað - 24.07.1907, Síða 7
NÝÍT KIRKJTTBLAÐ.
161
slíkir menn. Hér er algjör heimsbarátta. Hún kallar til
kristinna stúdenta: Gjörið Jesúm að konungi í heimi anda-
lífsins og menningarlífsins. Hver meðal kristinna stúdenta
Norðurlanda vill sinna þeirri köllun?
Jpirkjumdlafundur.
Kirkjuraálafundur sá, er þeir boðuðu til í vor, prótastarnir
séra Jens Pálsson Görðum og séra Ólaf'ur Ólafsson í Hjarðarholti,
var haldinp, eins og til stóð, 1. og 2. þ. m. hér i Reykjavík.
Þar sátu þá, er flest var, 15 prestar og prófastar (3) og 3 safn-
aðarfulltrúar. Porseti var kjörinn séra Þorvaldur prófastur Jóns-
sor ísafirði, en skrifari safnaðarfulltrúi Jón Jóuasson baruakennari
í Hafnarfirði.
Fundurinn ræddi all-ítarlega kirkjumálatrumvörp stjórnarinnar
og milliþiuganefndarinnar og kaus á öndverðom fundartíinauum
5 manna nefnd til þess að segja álit sitt og seraja breytingartil-
lögur við frumvörpin. Það voru 3 prestar (prófastarnir Jens Páls-
son og Valdimar Briem, og séra Ólafur Magnússon í Arnarbæli)
og 2 leikmenn (Jón Jónasson og Halldór Jónsson vélastjóri á Ála-
fossi; liann tók þó aldrei sæti í nefndínui).
Tillögur þeirrar nefndar voru samþyktar með litlum viðauk-
um; en það var álit neíndarinnar, að enda þótt hún teldi ekki
þær breytingar á högum þjóðkirkjunnar, sem farið er fram á í
stjórnarfrumvörpuuum, fullnægjandi til frambúðar, liti hún svo á,
að þær bæti að nokkuru úr brýuustu vandkvæðum kirkjunnar, að
minsta kosti fyrst um sinn, eða um það timabil, er þurfa mundi
til undirbúnings stærri og gagngjörðari breytingum; „og höfum
vér þar sórstaklega i huga skilnað rikis og kirkju, er ýmsir
menn hór á landi, jafnvel fremur nú en áður, virðast hneigjast að
og telja æskilegan".
Það taldi þó nefndin alveg nauðsynlegt, ef kirkjan ætti að
geta vænzt írekari heillavæulegra umbóta á högum sinum í fram-
tíðinni, að stofnað yrði kirkjuþing, helzt með líku valdi og verk-
sviði eins og meiri hluti milliþinganefndarinnar lagði til, en stjórnin
hefir eigi fallist á, en væri þess ekki kostur, þá væri það til mik-
illa bóta, að kirkjan fengi þing með ráðgjafaratJcvœÖi um öll kirkju-
leg mál.