Nýtt kirkjublað - 24.07.1907, Síða 8

Nýtt kirkjublað - 24.07.1907, Síða 8
Í68 XÝTT KJRKJUBLAÉ). Helztu breytingar, sem fundurinn vildi gera á frumvörpnm stjórnarinnar, voru þær: að fela sýslumönnum innheimtu á sóknartekjum i stað sókn- arnefnda, og losa prófasta við afskifti af þvi; að safnaðarfulltrúum væru ætlaðar 4 kr. (í stað 3) í dagpen- iuga á héraðsfundum, og pirestum ætluð sama borgun fyrir fundar- sókn; aö undirbúningur prestkosuinga yrði gjörður fljótlegri og vafniugaminni (eftir stj.frv. getur hann staðið alt að 8 mán.), að söfnuðir velji 2 eða 3 af umsækjendum, en kirkjustjórn veiti öðrum hvorum eða einhverjum þeirra; að lénskirkjur séu afheutar söfnuði í því ástandi og með þeim fjárhag, er þær hafa álagslausar, nema sannað verði, að þær hafi orðið fyrir vítaverðri meðferð kirkjuhaldara; að laun sóknarpresta verði 1400, 1600, og 1800 kr. (í stað 1200, 1400, 1600), en viðbót við laun dómkirkjuprests í Rvík falli burt, svo og uppbót á erfið prestaköll og „persónuleg launa- viðbót;“ að prestalaunalögin verði, undir eins og þau öðlast gildi, látin ná til allra þjónandi piresta á laudinu, er þess óska; að í stað þess að gera prestum að skyldu að safna sér ellistyrk og kaupa ekkjum sínum lífeyri, verði þeir látuir greiða árlega skyldugjöld í styrktarsjóð handa uppgjafaprestum og í prestaekkna- sjóð 20— 25 kr. hvorn ; að hinni ranglátu eftirlauuabyrði verði þegar létt af presta- köllunum; að frv. til laga um sölu kirkjujarða verði borið undir álit héraðstunda áður en það er gert að logum, eu verði það samþ., telur fundurinn sjálfsagt, að andvirði seldi'a kirkjujarða renni í sérstakan sjóð, er verði eign hinnar evangelisku kirkju á íslandi um aldur og æfi; að til húsabóta á prestsetrum verði ætlaðar árlega 20,000 kr. (í stað 15;000) og alt að 4000 í hvern stað (í stað 3000). Um biskupserabættið var samþ. þessi ályktun: Fundurinn tjáir sig mótfallinn því, að biskupsembættið sé lagt niður eða sameinað öðru embætti, en vill að biskup sé kos- inn af þeim andlegrar stéttar mönnum, sem í embættum eru ; en fái enginn einn ~j., atkvæða, veiti konungur embættið, þeim sem hann telur hæfastan. (Eftir ,,ísaf“.) mgefendur: JÓN HELÖASON og ÞÓRHALLUR BJABNAR80N. Félagsprentsmiðjan.

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.