Nýtt kirkjublað - 20.08.1907, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 20.08.1907, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ. 173 tilfært þetta, ekki afþví mér detti í hug, að vér getum algjörlega breytt eftir þeim í þessu, heldur til þess ab menn geti fengið litla hugmynd um, hvað siðuð lönd gera fyrir málleysingjana, og til þess að menn við að líta i þann spegil geti sannfærst um, að eins og nú er farið með íslenzka málleysingjaskólann getur henn ekki náð tilgangi sínum og að hann, allra hluta vegna, ekki getur haldið áfram tilveru sinni með sama fyrir- komulagi og hingað til. Það dugir ekki að ætlast til þess að íslenzkir málleysingjar geti lært móðurmálið, svo að þeir geti skilið aðra og gert sig skiljanlega, á miklu skemri tíma en dönskum börnum er ætlaður til að læra sitt móðurmál, sem þó er margfalt auðveldara viðfangs en íslenzkan Það er erfitt, eða réttara sagt ómögulegt, að venja unglingana á reglu og hirðusemi á heimili þar sem þrengslin eru svo mikil, að hver verður svo að segja að sitja uppi í fanginu á öðrum, en svo lilýtur það að vera þar sem 12 unglingum er komið fyrir á heimili prívatmanns, þar sem maður, auk sinnar eigin fjölskyldu og vinnufólks, verður að hafa aukinn vinnukraft skólans vegna og sjá kenslukonum fyrir húsnæði. Það ætli hvert barnið að geta séð, að enginn prívatmaður getur hygt svo stórt hús, að það til líka fullnægi þeim kröfum, sem maður hlýtur að gera til sh'ks húss, sem ekki er skólahús eingöngu, heldur lika heimili fyrir málleysingjana. Og þótt mér virðist séra Olafur sál Helgason hafa leyst þetta vanda- verk af hendi öllum vonum framar, þá er þó sá núverandi málleysingjaskóli hvergi nærri eins og hann þvrfti að vera, hvað lágar sem kröfurnar svo væru, en sá sem á ámæli skilið fyrir þetta, er hvorki hann né annar einstakur maður, heldui' fjárveitingarvaldið, sem ekki hefir látið neitt af hendi rakna í þessum tilgangi. Eigi málleysingjaskólinn íslenzki að geta unnið verk sitt, þá verður fjárveitingarvaldið að gera honum það mögulegt. Segi það þvert nei, þá er ekkert að gera; skólinn getur þá ekki þrifist og væri þá réttast að leggja hann niður með öllu og koma nemendunum fyrir á einstöku heimili, lil þess að læra algenga vinnu, eða þá að koma þeim til Danmerkur, ef mönnum virðist fara vel á því, þrátt fyrir alt sjá'lfstæðis- tal, að gerast ölmusumenn Dana En ég vona, að slíkt komi ekki til; ég fyrir mitt leyti ber það traust til þings og þjóðai',

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.