Nýtt kirkjublað - 29.02.1908, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 29.02.1908, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKTUBLAÐ. 43 #yí Jiá ekki kirkiu=blað? Leikmaður, sem lætur sér ant um trúarmál og kristni landsins, ritar mér á þá leið nú fyrir skömmu: „Eg les N. Kbl. með ánægju . . . en að fá kaupendur að N. Kbl. er hægra sagt en gert. Og hvers vegna? Af því að það heitir kirkju-blað. Unglingar nefna það með vantrúar og fyrir- litningarbrosi, en vita ekki hvað þeir dæma. Er það sorglegt tímans tákn. Hvert annað nafn sem blaðið bæri, væri það lesið. Það er annars voðalegt, að orðið „kirkja“ skuli vekja aðhlátur og fyrirlitning í huga ungra rnanna." Nú hristir sá og sá höfuðið. Eg sé í huganum eina 3 eða 4 mikilsvirta vini blaðsins, sem mundu lýsa þetta mestu öfgar, væru þeir komnir inn í stofuna til mín, og læsu þetta úr pennanum hjá mér. Það getur nú staðið svo á hjá þeim í þeirra bygð, og þeim sjálfum kann að vera svo farið, að þeir verða ekki varir við slikt. En eg væri ekki að taka upp þessi þungu orð leikmannsins, ef eg hefði ekki orðið var við þetta hljóð úr ýmsum áttum, bæði nú hin siðustu árin og eins áður fyrrum. Þetta hefir svo þráfaldlega verið viðkvæðið: „Þú mátt ekki kenna blaðið við kirkjuna, það eitt er nóg til þess að svo og svo margir vilja ekki sjá það.“ Það var því ekkert nýstárlegt fyrir mig að lesa þessi orð leikmannsins, nema vera skyldi það, að hann ber sérstaklega ungu mennina fyrir þvi. — — Liðið er liðið, og gengið er gleymt — að mestu. Fár lætur kirkjuna nú á dögum njóta þess, hvað öll þjóðmenning vor á henni afarmikið að þakka fyr og siðar. Og fáir eru þeir í annan stað, sem erfa það við kirkjuna, að hún hefir einnig á þessu afskekta landi, eins og alstaðar, á liðinni æfi, hlaðið háan köst illra verka og ódæða — og það auðvitað oft í nafni Krists, þótt hryggilegt sé að játa. Hvorugt þetta kenmr til álita nú. Litilsvirðingar-sinnu- leysið á öllu því, sem við kirkju er kent, á kirkjan íslenzka alveg við sjálfa sig eins og hún nú stendur og starfar. Og eðlilega er andlegrar stéttar mönnunum sérstaklega um kent.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.