Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Blaðsíða 2
66 NÝTT KIRKJUBLAÐ Hvenœr á þá að tala ? Hvenær vera svo djarfur að koma fram með það sannleiksatriði, sem manni er ant um? Þegar manni finst, að nú megi hann ekki lengur þegja. Þegar manni fmst, að þetta sannleiksatriði sé orðið svo þroskað í sálu sinni, að hann geti gjört öðrum mönnum, ekki öllum en svo- svo mörgum sannleikselskum mönnum ljóst, að þetta sé ekki úr lausu lofti gripið, heldur hafi sannleikann sjálfan í sér fólginn. Þegar guð þrýstir, á maðurinn að tala. Og guð þrýstir með þessu móti, að hann lætur manninn ekki hafa frið fyrr en hann hefir sagt það, sem honum býr í brjósti. Það er og verður hvers manns sök að komast að niður- stöðu um, hve nær hann eigi að bera fram eitthvað, sem i hjartá hans býr eins og heilagt sannleiksmól Vandinn er allur i því fólginn, að hugsa um sannleikann framtni fyrir augliti guðs og raðfæra sig við hann. Páll postuli sagði: I tíma og ótíma. Sumum finst sannleikurinn ávalt koma á réttum tíma. Öðrum ávalt, að hann komi i ótíma. Varasamt er því að vanda um við nokkurn mann út af þvi, að hann þegir ekki. Látum það vera mál milli guðs og hans. Það, sem oss kann að sýnast ótími, er ef til vill guðs tími. Látum oss heldur hugsa um, hvort maðurinn hefir satt að mæla. Fr. J. B. Uppliat' og endir á grein í Breiðabl. des f. á. #ví fiá ckki kirkju=blað? ------ [Framh.]. Það var lítilsvirðingar sinnuleysið á öllu því, sem við kirkjuna er kent, sem við vorum að tala um í síðara febrúar- blaðinu. Það var vikið að því, hvernig almenningsálitið skelti skuldinni á oss andlegrar stéttar mennina, eins og eðlilegt er, og ekki er heldur gert að ástæðulausu. Til málsbótar andlegrar stéttar mönnum var það fram- borið, að þeir væru sjálfir engu ómætari menn nú en um undanfarnar aldir, þó að málefni þeirra væri nú að litlu haft. Á hitt var ekki vikið, að afturförin er oft fólgin í því

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.