Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Blaðsíða 4
G8___________^ NÝTT KmOURLAE)_____________________________ * bergmáls hjá jrjóðinni. Þjóðarröddin þessi í „sveitarblaðinu“ telur prestastéttina gagnslausa, nú orðið, ekki nema fyrir ó- nytjunga og letingja. Og þjóðarröddinni virðist vera hvað verst við þá stefnu laganna að færa út verksvið sóknarnefnd- anna, sem eins og fleira því skylt hlýtur að leiða til skilnaðar, eftir nokkrar byltingar og breytingar, sem löggjafarbrask síð- asta þings losar svo vel um. Þetta er skilningurinn, þegar litið er á með óvildarhug. Flest blöð landsins eru þessa dagana að draga upp sögu- mynd af íslenzku kirkjunni fyrrum daga. Sú mynd er í á- skorunargrein landlæknis, að gefa og ánafna til heilsuhælisins, sem nú ætti að vera ástarverkið vor allra Islendinga. Landlækni farast svo orð: „íslendingar kunnu fyrrum að gefa. Fyrri alda menn voru ekki fjáðari en við sem nú lifum. Og þó gáfu þeir, liver í kapp við annan. Þeir gáfu til þess, sem þeir þektu bezt og töldu þarfast og nytsamast allri alþýðu. Þeir gáfu klaustrum og kirkjura. Þáfróðir menn ætla að flestar gjafir til kirkna á fyrri öldum bafi verið nauðungargjafir, sprottnar af belvítishótunum og ofbeldi klerkanna. En sannfróðir menn neita að svo hafi verið, heldur hafi fiestar gjafirnar flotið af einlægri ást á kirkju og kristindómi.11 Þetta er vel og viturlega mælt, en svo er því bætt við, sem er jafnsatt.: „Su ást mun hafa kólnað.“ Ást á kirkju og kristindómi er að verða köld í landinu! Hver stofnun er, eins og hver maður, metin eftir þvi sem hún vinnur til. Maðurinn, eini og eini, á stuttri æfi, er á stundum misskilinn og ómaklega óvirtur í bili. Félagið milda fær sinn jafnaðardóm á hverri yfirlíðandi öld. Kirkjan kann ekki lengur mál nútímans, og því hlýða svo fáir á hana. — Og sennilega hefir þó aldrei verið meiri trúarþörf í heiminum en einmitt nú. Yonbrigði menningar- innar koma margvíslega í Ijós. Næmleikinn á sárindi lífsins tekur æ til fleiri og fleiri. Og á kirkjan þá ekki lengur neinn fagnaðarboðskap, sem fólkið á 20. öld vill gefa gaum? „Jesús er alfa og ómega fagnaðarboðskaparins. Hann er heimsins ljós. En í ljósinu eru margvíslegar geislategundir.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.