Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Blaðsíða 7
NÝTT KTRKJtJBLAÐ 71 Og eftir er það sem bezt er í sögunni, Gamlir eru elztir, og Kínverjar eru klókir. Þetta keisarabréf eyðir á mjög kyndugan hátt verulega stóru óánœgjuefni og kippir burt misrétti í landinu. Nýi andinn, sem er að ryðja sér til rúms í Kína, kemur fram á þennan hátt. Þetta er gert vegna kristnu þegnanna. Kínverjar fara úr þessu smám og smám að geta tekiÖ kristniboðinu svipað og Japanar, um Ieið og Vesturlanda-„menningin“ færist inn yfir landið. Kristnir unglingar og námsmenn gátu eigi sótt ríkisskólana meðan það var skylduboð, að dýrka þar jafnframt Konfúsíus. Mynd- in hans var, eins og keisaramyndin bjá rómversku hersveit- unum í fornkirkjunni, ásteytingarhella fyrir kristna menn og bolaði þá frá. Nú standa skólarnir opnir kristnum námsmönnum. Vandinn er leystur á þennan kínverska hátt. Heilsuhælið. Staðurinn er fenginn i Garðakirkjulandi hálfa milu frá Ilafnarfirði og heila frá Reykjavík. Heppilegri stað mun eigi hægt að finna hér nærlendis, skjóllegt og 'vin- gjarnlegt eins og verða má á þessum grýtta útskaga. En hlíðarnar við vatnið æpa á skóg. Monrad prestur frá Noregi, sem mörgum er að góðu kunnur frá heimsóknum sínum hér 2 sumur, hefir ritað mikið og langt mál um kristnihald Islands að fornu og nýju í hið merka þýzka kirkjublað „Die Christliche Welt“, sem þar i landi er höfuðmálgagn hinnar frjálslyndu stefnu. Kristnisaga landsins er sögð frá upphafi og styðst höf. mikið við bók- mentasögu dr. Finns Jónssonar háskólakennara, og lesið mun hann og hafa kirkjusögu Finns biskups. Flest er rétt og alt er ritað af hinni mestu góðvild í vorn garð, og er það þakkar- vert við séra Monrad, að hann eykur svo þekking á» vorum högum hjá hinni miklu mentaþjóð. Utanför biskups. Hallgrímur biskup fór utan með Sterling 25. þ. m. að leita sér lækninga, og fór frú hans með honum. Forstöðumaður prestaskólans annast störf hans ineðan hann er fjarverandi. Biblían er bráðum hálfprentuð. Nú í marzlok er kom- ið út í miðja Jobsbók. Búist er við þvi, að blaðsíðurnar

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.