Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Blaðsíða 8
NÝTT KIRKJTJBLAÍ) 72 verði minst hundraðinu fleiri í nýju útgáfunni en í hinni brezku. Meðal annars eyða ljóðin meira rúmi, eins og nú verður frá þeim gengið. Prentun ætti að geta verið lokið fyrir byrjun ágústmánaðar. Æfisaga Péturs biskups kemur út i sumar á 100 ára afmæli hans. Dr. Þorvaldur Thoroddsen hefir samið, en Sigurður bóksali Kristjánsson gefur út. Bókin verður yíir 20 arkir, og má treysta því, að hún verður stórfróðleg, sérstak- lega um söguviðburðina upp úr miðri öldinni, eða eftir að Pétur kemur til Reykjavíkur. Hugvekjusafn hafði Prestafélag Norðurlands með höndum að hvötum séra Zophoníasar heitins, og verður von- andi eins af þeirri útgáfu, þótt hann félli frá. Jón prófastur Halldórsson á Saúðanesi hefir beiðst Iausnar frá prófastsstörfum. Sent til umtals. 1. Helgi Valtýsson: Blýants-myndir. 2. — Líkamsmentun. 3. Ríkisréttindi Islands, skjöl og skrif. Safnað hafa og samið Jón Þorkelson, og Einar Arnórsson. Ritanna verður getið síðar. Viðvík sœkja þeir um séra Einar i Gaulverjabæ séra Jónmundur á Barði, séra Þorleit’ur á Skinnastað og kand. Sigurbjörn Á. Gíslason, Nýj- unger það, að einn umsækjandinn (sr. E. P.) er i kjöri á tveim stöð- um, sem vel lætur sig gera, er siminn er kominn. Annars fóru umsókn- irnar ekki norður með pósti siðast, og kosið verður í Reykholti ll.n. m. „Rangfærsluua“ ber ritstj. Fræk. af sér. Hér að framan er þýðing þessa blaðs, og geta þeir sem vilja, séð hvað á milli ber. Áherzlan lá á þvi að fært væri frá réttum skilningi á höf. „að ♦ efni til“. Sá sem lus þýðinguna í Fræk. gat varla ráðið annað af, en að Campþell neitaði og hafnaði öllum þessum kenningum. Hitt ætlar N-Kbl. ekki ritstj. Fræk. að þessi „rangtærsla11 hafi verið viljandi og visvitandi. NYTT KIRKJUBLAÐ 18 arkir á ári í 24 tölublöðum. Verð 2 kr. — 75 cts. Há sölulaun þegar mikið er selt. Ritstjórí-ÞÓRHALLURBJAJtNARSON. Fólagsprent smiöj an.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.