Nýtt kirkjublað - 15.05.1908, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 15.05.1908, Blaðsíða 4
það, að þar læra menn árlega, tugum og hundruðum saman, að afstýra því að sóttkveikjan hræðilega berist til annara, — og það hvað tíðast til allra nánustu ástvinanna. Og heilsuhælið, sem upp á að rísa á næsta sumri, verð- ur þá til þess — ásamt vaxandi þekking almennings á veikinni og hlýðni við fyrirmæli læknanna, — að berklasjúkir menn verða eigi lengur „óhreinir" í augum meðbræðra sinna. linakveðjur að varnaði. Mesti fjöldi berst af bréfum frá prestum og leikmönnuni, þar sem fylsta samhug er lýet við stefnu blaðsins. Ekki er verið að prenta það nema eitthvað annað og meira sé þá með til athugunar. Og enn miklu síður fer ritstj. að haf'a eftir bréf'kafla, til að koma að árásum og dylgj- um i annara garð, frá einhverjum nafnlausum. — Geri þeir slikt sem það sómir. — En hér fara á eftir tveir bréfkaflar sem hreifa athuga- semdum og enda aðfinslum við blaðið sjálf't, og koma jafnframt við þýðingarmikil atriði, sem eru í margra huga, og þurfa að skýrast og ræða»t. Fyrri bréfkaflinn er eftir ungan prest og hinn siðari eftir roskinn leikmann. I Flestir sofa hér svefni sinnuleysisins. Það er ekki til neins að neita því. Rökin eru nóg fyrir hendi því til sðnn- unar. Illa sóttar kirkjur og vanrækt kvöldmáltíðarborð og fullkomið afskiftaleysi manna af trúmálum sannar það betur en langt mál. Eg hefi haft mikla Iöngun til að vekja fólk af þessum svefni, en h'tið orðið ágengt. Eg hefi reynt að tala til þess bæði í kirkju og utan kirkju, en enga ávexti séð. En ég á svo bágt að hugga mig við ósýnilegu ávextina eins og ég heyri marga af embættisbræðrum mínum gera. Af þessum ástæðum fæ ég ekki betur séð en þörf sé á kirkju- blaði, og því vil ég af hjarta biðja guð, að láta anda sinn vera yfir því „Nýja Kirkjublaði', sem þér nú gefið út einn. Samt er það sannfæring mín að öll kirkjublöð ávinni litið, fyr en kirkjan er leyst úr ríkisfjötrunum, og þess vegna ætt um við fyrst og fremst að berjast fyrir því. Nýja kirkjulög- gjöfin líkar mér heldur ekki að ýmsu leyti. Einkum eru margar af prestakallasamsteypunum alveg óþolandi, eins og t. d. . . . Þeir sanna það sem reyna.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.