Nýtt kirkjublað - 15.07.1908, Blaðsíða 2
162
NÝTT KIRKJUBLAÖ
gynodus I9O8.
Séra Eggert lial'Si að texta fyr.stu 3 versin af kærleiks-
kapítulanum hjá Páli, L Kor. 13.
Efni var í ræðunni. og kom hún við jörðina.
Ræðum. talaði um kirkjuleg ágreiningsefni, t. d. mismun-
andi skoðanir á biblíunni hér heima og vestan hafs. Alt fer
vel, ef prestnrnir bera i brjósti kærleikann til Jesu Krists
sem sendir þá út að starfa, og kærleikann til þeirra, sem
þeir eru sendir til að starfa hjá.
Fundinn sátu 17. prestar: Að austan þeir Kjartan próf, i
Holti, séraEggertáBrePabólsstað, séra Þorsteinn Landeyjaprest-
ur, séra Skúli í Odda, séra Olafur í Kálfholti, séra Gísli á Mos-
felli. Þessir nærlendir: Séra Jens prófastur, séra Árni á
Kálfatjörn, séra Halldór á Reynivöllum, séra Jóhann dóm-
kirkjuprestur og séra Bjarni aðstoðarprestur i Reykjavík og
prestaskólakennarar þrír. Ur Borgarfirði voru þeir séra Jón
prófastur á Akranesi og séra Einar í Saurbæ. Einn prestur
var lengra að, séra Jón Brandsson á Kollafjarðarnesi i Stranda-
sýslu. Fundi var iokið samdægurs, 26. júní, kl. 7’/9 um
kveldið.
Biskup hafði vegna sjúkdómsforfalla falið forstöðumanni
prestaskólans að stýra fundinum.
Styrktarfénu, kr. 4390,70 var úthlutað samkvæmt tillög-
um biskups. Mjög lítið hafði losnað, en margar nýjar styrk-
kvaðir.
Prestekknasjóðurinn er nú kominn yfir 26000 kr.
Reikningur birtist síðar óg gjafalisti. Eftir lillögum sr. Skúla
„lýsti synodus yfir þvi trausti lil næstu héraðsfunda í öllum
prófastsdæmum landsins, að þeir gangist fyrir almennari og
ríflegri franflögum presta til prestekknasjóðsins.“ Sum héruð
landsins hafa alveg skorist úr leik, undanfarið. Hækka skyldi
framlagið úr sjóðnum í 900 kr. næsta ár.
Prestaliugvekjur nýjar komu þá til umræðu. Útgáfan
talin þörf, nú aðallega um sinn til kveldlestra fram að föstu.
Safnið nýja yrði þá jafnframt sýnireitur andlega gróðursins i
kirkjunni íslenzku nú sem stendur. Búist við að skamt
mundi útgáfumálinu til vegar komið hjá Prestafélagi Hóla-