Nýtt kirkjublað - 15.07.1908, Page 5

Nýtt kirkjublað - 15.07.1908, Page 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ 16B vegar dreg eg ekki dulur á sannfæringu mína. Bæði í tölum minum af prédikunarstól, og í prívat samtali við menn, leitast eg við að fá menn til sjálfstæðrar umhugsunar um trúbrögð- in, og um sína eigin trúarsannfæring persónulega. Eg held þeirri skoðun fram á opinberuninni, að skoða megi öll trúbrögð sem opinberun, öll trúbrögð séu leit manns- andans að hinum huldu ráðgátum tilverunnar. Eg kannast ekki við þennan algerða hvilegleikamun trúbragðanna, en óendanlega er kristindómurinn kominn hér lengra áleiðis en önnur núlifandi trúbrögð. Konráð Gislason átti 100 ára afmæli B. þ. m. Hans er nú minzt með þeim, og á eftir þeim, Tómasi og Jónasi. Lífsskoðun Konráðs breytist gersamlega við sjötugs aldurinn. Þá missir hann konuna, sem hafði fengið alla hans kærleiks- blíðu í bókaeinverunni. Og í harminum hamast Konráð yfir því að geta ekki trúað, og svo gat hann trúað. Hugvekju- safn þýzkt hefir borist mér í hendur frá Konráði, og hafði Magnús Eiríksson átt áður. Konráð hefir valið úr 21 hug- vekju, og ritað á blað í bókinni upphafsorð þeirra, með þeim frágangi sem honum var laginn. Aðalefnið í þeim er endur- fundavon ástvina. Þessi uppáhalds-húslestrabók þeirra Magn- úsar var „Zschokke: Stunden der Andacht,“ og kannast margir við danska þýðingu, sem er dálítið brot af hugvekju- safninu á frummálinu. Ögmundur kennari Sigurðsson i Hafnarfirði á allmörg bréf frá Konráði til séra Sveins Skúlasonar, frá árunum um og eftir 1880, þar sem trúarinnileiki Konráðs kemur fram, af miklum hita og heilagri alvöru. Skógræktarsjóður Friðriks konungs. Konung- ur gaf i sumar sem leið 10,000 kr. til að eíla friðun og rækt- un skóga á Islandi. Nú er nýkomin i Stjórnartíðindunum skipulagsskrá fyrir sjóðinn, og á að verja vöxtunum fyrstu 20 árin til að styrkja einstaka menn eða félög, 2 á ári, til að friða og rælda skóg. Eftir 20 ár verða það heiðursgjafir fyrir framúrskarandi dugnað í þarfir skógræktarinnar. Þessi sjóður verður óefað eigi síður til gagns og ónægju

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.