Nýtt kirkjublað - 15.11.1908, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 15.11.1908, Blaðsíða 3
_ NÝTT KIRK.JTJBLAÐ Kristnin er stríðandi í heiminum hér. Hver mun þá frið henni gefa? Drottinn mun sorg hennar sefa. Friðarins höfðingi hæstur hann er; hver vill þá miskunn hans efa? Hversu fögur sjón, er hann sendir þjón, til að boða frið, til að blessa lið. Guð styrki' hann í stríðum þrautum, og styðji’ hann á friðar brautum. Hræðstu’ ei þó kristnin í háska sé stödd! Hver mun þá bjarga’ henni’ úr voða? Frelsarinn fólk sitt mun stoða. Hlustaðu’ á frelsarans friðandi rödd fagnaðarerindið boða. Enn í sinn stað hann sendir hjálparmann. En hans hirðir sá þarf og hjálp að fá. Guð veiti’ honum styrk að standa í stórurn og þungum vanda. Villist í þokum guðs heilaga hjörð. Hver mun þá leið henni visa? Heimsins mun ljós henni lýsa. Ilirðinn þann góða, sem heldur æ vörð, hjörðin guðs fundna mun prísa. Sérhvern hirði þann, sinni hjörð er ann, metur drottins hjörð sem sinn hirði’ og vörð. Guð styrki’ hann sin verk að vanda, og veiti’ honum náð síns anda. Hjörðin er tvístruð um heiðar og fjöll. Hver mun þá sauðina finna? Hirðirinn sauðanna sinna.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.