Nýtt kirkjublað - 15.11.1908, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 15.11.1908, Blaðsíða 4
260 NÝTT KIRKJUBLAÐ Saman að lyktum hún safnast mun öll sælla til dýrðar-heimkynna. Þá mun öll guðs hjörð, bæði’ á himni’ og jörð, lofa hirði þann, sína hjörð er fann. Hann öllum oss saman safni um síðir í Jesú nafni. 7. B. Jón biskup Arason er kunnastur og kærastur allra, frá því er góðu sögunum okkar sleppir, undir lok 1B. aldar, alt fram að endurreisnaröldinni nýliðnu. Margt og mikið hefir áður verið um Jón vitað og ritað, en sitt hvað bætist nú við til fróðleiks um hann, er Fornbréfasafnið fikar sig inn i 16. öldina. Fyrir 2 árum síðan skýrði N. Kbl. frá ýmsum nýjum kirkjusögufróðleik íslenzkum, sem Fornbréfasafns-heftið það árið hafði að færa. Þá var þess minzt að fundin væri rit- hönd Jóns Arasonar og henni lýst. og vikið að stýl hans og bókngerð o. tl. Var í því sumt til leiðréttingar almennings álitinu á honum. Fornbréfasafnið þ. á. nær fram á árið 1521 og kemur hinn rikiláti prófastur á Hrafnagili og ráðsmaður heilagrar Hólakirkju þnr eðlilega við ýmsa gjörninga, en ekki tekur að segja frá öðru en tveim bréfum sem skráð eru í Eyjafirði vorið 1519. Fyira bréfið er kvittun um barneignir þeirra Jóns og Helgu, er ]>að ritað á Hrafnagili 4. maí 1519. Bréfið er stutt og hljóðar svo: „Vér Goltsknlk með guðs náð biskup á Hólum í Hjalta- dal gjörum góðum mönnum kunnugt með þessa voru opnu bréfi, að vér höl'um leyst Jón prest Arason fyrir þær IX barneignir, er hann hefir brotlegur orðið með Ilelgu Sigurð- ardóttur. Höfum vér fésektir nppborið sem oss ánægir fyrir

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.