Nýtt kirkjublað - 15.11.1908, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 15.11.1908, Blaðsíða 7
NÝÍT KffiKJtÍBLAfe. stöfunum til að sýna það. Hin mun vera af Pétri postula. Ekki hefðu þeir að upphafi verið samstæðilegir. Sinn er á hvorri öxlinni, yfir gamla gullsaunmum. Kórkápa Jóns Arasonar kom í góða þörf við biskups vígsluna, og verður vonandi ófram borin við marga biskups- vígslu á landi hér, og minnir hún þá jafnan ó gamla manninn. I næstu heftum Fornbréfasafnsins kemur að skiftum þeirra Jóns og Ognmndar biskups, og verður þá saga Jóns Arasonar mjög svo ítarleg og fróðleg, að því er útgefandinn doktor Jón segir. irynjólfur lónsson frá Minna-Napi varð sjötugur i haust 26. sept. Þann dag gáfu nokkrir vinir hans austanfjalls og í Reykjavík honum staf. Stafurinn var úr hvalbeini. Stefán Eiríksson hafði skorið hann, undinn eins og náhvalstönn. Var handfangið drekahöfuð, en nafn Brynjólfs með rúnaletri á hólkinum. Hólkurinn var úr hval- beini, og ekkert útlent á stafnum nema efnið í brodd og veðra. Séra Valdimar færði Brynjólfi á afmælisdaginn gaman- samt heillaóskakvæði, og voru þar taldar allar listir Brynjólfs, eri þær eru margar, sem kunnugt er, því hann er manna fjölhæfastur. „Öðinn“ flytur mynd hans og æfi. (V. Br.). Ritstjóri þes'-a blaðs óskar sínum gamla vini góðrar heilsu og langra lifdaga, og að hann eigi enn óunnið nokkuð gott og nytsamt. íslenzku-keusliui við Wesley-luískólann. Betur fer vonandi en á liorfðist — og íil var stofnað — með ís- lenzku-kensluna við Wesley-háskólann í Winnipeg. „Lögberg“ skýrir frá því (1. okt.) að stjórnarnefnd skólans hafi átt fund með sér, er kirkjufélagið íslenzka sagði upp, og liafi nefndin samþykt í einu hljöði að halda 'islenzku-kenslunni, engu síður, þótt úli væri með samninginn við kirkjufélagið. Islenzkan er í orði og á horði jafn-rélthá heimsmálunum, frönsku og þýzku. Þetta eru miklar gleðifréttir að síra Friðriks Bergmann nýtur úfram við háskólann, íslenzku-kensla hans við skólann verður bezta vörn þjóðernis vors og lungu fyrir vestan haf.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.