Nýtt kirkjublað - 15.11.1908, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 15.11.1908, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ ‘261 sagðar sakir. Því gerum vér þessa áðurnefndu menn kvitla og ákœrulausa fyrir oss og vorum eftirkomendum, Hólakirkju formönnum, um öll áðursögð brot“. Ekki segir hér hvað sektaféð var mikið, venjulega voru það 3 merkur silfurs fyrir barneign prests. Hálft annað pund af silfri er um 100 kr., en margfalda má það til sannvirðis nokkrum sínnum vegna silfurhrunsins. — En vænt- anlega hefir verið vilnað í á svo miklu. Afi Helgu var séra Sveinbjörn í Múla, sem átti 50 börn og alla hálfrefi að auki. Þá voru 11 prestar Jiar í bygð, sem nú verður einn, og er eigi annað að sjá, en að þeir liafi allir komist vel af með fjöl- skyldu sína, og biskup var eigi síður vel haldinn af útlátunum. Þetta kvittunarbréf sýnir að Jón Arason hefir ungur fest áslir við „sína kvinnu“ Helgu. Hann er hálffertugur Jiarna og Jiau hafa átt saman 9 börn, enda tóku Jiau saman er Jón fór nývígður að Helgastöðum o. 25 ára. Fjórir synir bans koma annars við sögur og getið er þriggja dætra. Misjafnt orð fór af flestum þessum „félagskvinnum“ prestanna J)á á dögum, þótt yfir tælci með hana Aldísi Sölva- dóttur, sem „sór börnin sitt árið upp á hvorn til skiftis, séra Kolbein og Jón, og var sitt árið bjá hvorunT*. Ilelga Sigurðardóttir hafði áður en þau Jón kyntust átt stúlkubarn með Olafi nokkrum presti, og hét Þóra. Þessi Þóra fylgdi síðan Tómási presti á Mælifelli, og var eitt þeirra barna Ólafur er bezt varðist á Sauðafelli, og bezt hélt uppi minning þeirra feðga, En Helga er engu siðurkölluð „siðug sómakona11, er Jón tók bana til sín, og átti það, og satt mun sagt af sambúð þeirra, að þau bæði tvö „gættu alla æfi trúlega hjónabandsskyldna, hófsanilega og heiðarlega“. Hitt bréfið, sem rétt er að minnast á, er samningur gerð- ur á Hrafnagili daginn eftir að kvittunarbréfið var skráð. Það er samningur við ábótann á Munkaþverá að taka móður séra Jóns á æfilangt framfæri. Elín Magnúsdóttir móðir Jóns Arasonar varð snemma ekkja, og ólst Jón upp í fátækt, og bæði við aga og ástríki hjá móður sinni. Nú sér Jón fyrir henni ríkmannlega. Hann gefur klaustrinu 10 hundraða jörð, og eigi minna af lausafé og heitir hundraði á ári meðan hún lifir. Fyrir það á hún að hafa „æfmlega próventu og fj-jálsmannlegt framfæri til

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.