Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Side 3
NÝTT KIRKJUBLaÐ
267
svo hátt hafinn upp yfir heiminn, að hann léti heiminn með
öllu afskiftalausan, svo að fyrir jrá sök eina gæti alls ekki
verið uin nein yfirnáttúrleg verk — kraftaverk — að ræða.
Þetta er el'tirtektavert. En mundi hér þá ekki lika felast vís-
bending um hvað því muni valda meðal annars, að svo margir
kristnir menn eru í vandræðum með kraftaverkin ? Mundi
ekki orsakarinnar vera að Ieita i því, að þeir hugsa sér al-
máttugan guð aðallega sem fjarlægan guð, en gleyma hinu,
að hann er líka nálægur guð? Guð býr í himninum — sú
hugsun, svo rétt sem hún er, má ekki gera oss hrædda við
að játa með Páti postula: „Hann er eigi langt frá hverjum
einum af oss, því að í honum lifum, hrærumst ogerumvér.“
(Post. 17,27.28). At því að þessum dýrmæta sannleika hefir
oftlega verið misbeitt, hafa menn fjarlægst hann, og guð orð-
ið í huga þeirra fjarlægur guð, svo fjarlægur, að heita mátti,
að hann léti líf mannanna afskiftalaust nema þá við alveg
sérstök tækifæri. En sé nú guð „eigi langt frá hverjum ein-
um af oss“ lifandi og starfandi, livað ætti þá að geta verið
því til fyrirstöðu, að hann geti veitt mönnum, sem lifa, hrær-
ast og eru í honum, mátt til að framkvæma verk, sem ekki verða
talin afleiðingar þektra náttúrlegra orsaka? Enginn sem á
annað borð trúir á nálægð guð--, mundi neita því að hann er
oss nálægur sem starfandi guð. Að minsta kosti er víst, að
enginn bænarinnar maður getur verið í efa um það. Því hvað
gjörum vér er vér áköllum guð í bænum vorum? Vér á-
köllum kærleika hans og mátt, — vér gjörum steinþegjandi
ráð fyrir, að guð sé oss nálægur sem starfandi guð, máttug-
ur í kærleika sínum.
En þess er þá líka gætandi, að hvervetna í heilagri ritn-
ingu er ráð fyrir því gjört, að kraftaverkin séu að réttu lagi
guðs verk. Jesús kallar kraftaverk sín „verk föðursins".
„Mín verk, sem eg gjöri, segir hann, eru ekki mín, heldur
föðursins sem sendi mig“ ; „ef eg gjöri ekki verk míns föður, þá
trúið mér ekki. En ef eg gjöri þau, þá trúið verkunum, þótt
þér ekki trúið mér, til þess að þér vitið og komist að raun
um, að faðirinn er í mér og eg í föðurnum." — Leyndardóm-
urinn í öllum kraftaverkum er að síðustu þessi, að sá er krafta-
verkin framkvæmir stendur fyrir trúna í lifandi samfélagi við guð.
Með þessu hefi eg hvorki viljað reyna að leggja fram