Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Page 4

Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Page 4
268 NÝTT KIREJUBLAÖ sannanir fyrir kraftaverkunum, né gefa útlistun á þeim. Eg liefi aöeins viljaö benda á, að bæöi ]»að sem vér þekkjum lil mannlegs sálarlífs og trú vor á tilveru lifandi guðs, ætli að geta gjört oss ]»að auðvelt að trúa á kraftaverk. Hvorki í nafni beilbrigðrar skynsemi né í nafni vísindanna veröur þeim hafn- að, miklu fremur verður bæði heilbrigð skynsemi vor og rann- sóknir vísiridanna á svæði sálarlífsins lil þess að styðja ti'ú vora á möguleika þeirra og sögulegan áreiðanleika. Rúmið leyfir ekki að fara frekar út i þessa sálma en hér hefir gjört verið, svo mörgu sem þó mætti hér við bæta. Þó er eitt atriði enn þá, ein lítil mótbára, sem oft er kastað fram, og ekki má ganga fram hjá. Menn segja: Hvers vegna gjörast ekki kraftaverk nú á tímum eins og þau gjörðust í fyrstu kristni? — er það ekki sterk sönnun gegn áreiðanleika kraftaverka-frásagnanna, að kraftaverkin skuli ekki bafa haldið áfram, heldur miklu frem- ur smámsaman hortið úr heiminum að sama ska]»i sem ljós upplýsingarinnar breiddist út um heiminn?“ í fljótu' bragði mætti virðast, sem þessi mótbára væri ekki ástæðulai s, — en heldur ekki uema í fljótu bragði; því við nánari athuguu reynist hún liarla létt á metunum. Þess er hér fyrst að gæta, að það er hvergi kent í ritn- ingunni, að kraflaverk eigi ekki að gerast nema á því tima- bili sem þar ræðir um. Eins og áður var bent á, er því miklu fremur haldið þar fram, að framkvæmd kraftaverka skuli jafn- an lylgja þeim sem trúa. Ekki þarf annað en að minna á niðurlagsorð Markúsar- guðspjallsins (Mark. 1(>,17.18) eða orð Jesú sem áður voru tilfærð: „Sá sem trúir á mig, mun einn- ig gjöra þau verk, sem eg gjöri, og hann mun gjöra meiri verk en þessi.“ Af þessu má ráða, að hafi tímar kraftaverk- anna hætt með hinu svonefnda postulatímabili, þá hefir það ekki verið samkvæmt tilætlun Jesú. Hann hefir auðsælega ætlast til að þeim héldi áfram og ekki vitað af neinu skilyrði öðru fyrir framkvæmd þeirra en því sem felst í orðunum: „Sá sem á mig trúir.“ Hafi framkvæmd kraftaverka hætt og kraftaverkin lagst niður, þá er ekki því um að kenna, að drottinn hafi viljað að svo yrði, heldur hinu, að trúna hefir vautað, eða trúin ekki verið nógu öflug og þróttmikil.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.