Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Síða 6

Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Síða 6
270 NÝTT KIRKJUBLAÐ finna til þess, að mannshjartað getnr ekki til lengdar felt sig við slika lifsskoðun. Hún hvílir sem þungt og ömurlegt farg á sálum einstaklinganna, flytur þeim ekkert af því sem þeir þarfnast mest, engan frið, enga gleði, ekkert ljós, engan yl, engan þrótt. Og því fjölgar þeim óðum, sem segja þess- ari óhollu lifsskoðun stríð á hendur. En jafnframt er hreinni, ldýiTÍ og bjartari lífsskoðun tekin að i'yðja sér til rúms víðs- vegar um heim, ný trú á andans lif og andans þrótt og með henni trúin á guð á himnum sem jafnframt nálægan guð, sem föðurlega miskunnar sig yfir öll sin verk, og er fús til hjálpar hverjum senx leitar hans, — trúin á guð einmitt eins og Jes- ús Kristur hefir sýnt oss hann. En með þeirri trú er fengið skilyrðið fyrir trúnni á hin yfirnáttúrlegu máttarverk, kraftaverkin. Því er ]>að og sann- færing rnargra þeirra rnanna, sem öðrum fremur bera skyn á teikn tírnans og kunna að ráða rúnir lífsins, að nýir tírnar séu i aðsigi, þeir tímar, er orð Jesú: „Sá sem trúir á mig mun einnig gjöra þau verk, snm eg gjöri,“ verði aftur orð og að sönnu, og að þá geti svo farið, að margt atriðið og rnörg frásagan í ritningunni, sem vér nú stöndum hikandi gagnvart og veikti'úaðir, birtist oss í nýju og óvæntu Ijósi. En yfir öllu þessu sem nú hefir sagt verið um krafta- verkin, megum vér kristnir menn ekki gleyma ]>ví, að einmitt hann sem hin helga bók eignar flest og mest kraftaverkin, hefir sagt: „Yond og hórsöm kynslóð krefst teikns“, — en með ]>ví hefir hann bent oss á, að skilningur teikna hans og krafta- verka er ekki það sem ríður mest á af öllu, heldur hitt að afstaða vor til hans sjálfs sé hin rétta. Eins og honum var það hiygðarefni forðurn hversu menn kröfðust teikna og krafla- verka til að fást til að trúa á hann, eins má |iað vera hon- um hrygðarefni nú, að svo margir láta teikn hans og krafta- verk aftra sér frá því að trúa á hann. Áður gat hann sagt: þér trúið ekki nema þér sjáið teikn og kraftaverk; — en nú gæti hann sagt: Þér trúið ekki af því að þér sjáið teikn og kraftaverk. Hvorirtveggja gleyrna, eða skynja ekki, að teikn- in og kraftaverkin eru ekki það sem hér er aðalatriðið, heldur hann sjálfur, hið mikla undur, hið mesta kraftaverk guðlegrar náðar, sem veraldarsagan veit af að segja. ____________ J. H,

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.