Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Page 12

Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Page 12
276 NÝTT KIRKJUBLAÐ eða ])ví sem næst. Fyrir 8 kr. skólagjald hefir fengisl Ijós og hiti. Nii er kennari ráðinn úr landi. Fiskes-sjóburinn hleypur undir hagga. Kirkjan og skólinn eiga saman harmóníum, stutt ab filytja. Kirkjusókn segir séra Matthías góða á vetrum. Temj)lara- stúka er þar og unglingastúka, og munu þær eiga athvarf í skólaluisinu. Búnaðarframfarir hafa orðið allmiklar síðustu árin. I hittiðfyrra var girt um öll tún. Heyafli í sumar 300 hestar af töðu og 80 af útheyi. A heyjunum eru 5 kýr, 3 hestar og 600 fjár. Góð beit ]>egar gefur út. Fyrsti mótórbáturinn gekk í sumar sem leið úr eynni, og á séra Matthías. Líklegur að gefast vel, enda þörf á að komast út fyrir skipahringinn, sem lýkur um eyna. Ekki eru nema 2 jarðir á eynni bændaeign. Kirkjan og landssjóður eiga hinar. Séra Matthias telur viðsjólt að selja landið, vegna þess að það mundi þá brátt komast í hendur útlendinga. Séra Matthías er oddvitinn hjá þeim í hreppnum. Einkennileg prestsgjöld eru þar: Fiskur úr hverjum róðri, þegar 20 fást á skip, heita „preslsfiskar“. Þá eru og „presls- fuglar“ og „prestsegg“, 4 af hundraði (120) sem fæst í festi. Séra Malthíasi líður vel í Grímsey. Tvent telur hann mest til mæðu. Annað er læknisleysið. Séra Matthías á 7 börn á unga aldri. Og svo unir liann ver og ver samgöngu- leysinu á vetrum. Aðalskiftin eru við Húsavík. Engar frétt- ir komu úr landi frá ]>ví í september 1906 fram í marz 1907. Þá fréttu þeir lát konungs. — Lengur var konungslátið næst á undan á leiðinni. Friðrik 7. dó 15. nóv. 1863 og 8. april 1864 spurðist það að Laufási við Eyjafjörð, — og þá vestan af Hólanesi. Séra Malthias hafði safnað handa Fiske margskonar fróð- leik um eyna, og Fiske hafði sent ljósmyndara út þangað. Þetta voru hjá Fiske drög til bókar um Grímsey, og mun sú bók væntanleg bráðum að vestan frá Cornell h iskólanum, er tekið hefir við auð hans og lituin. Annars eru útlendir fræði menn, og þá helzt þyskir náltúrufræðingar, spurulir um eyna og hafu enda heimsótt hana,

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.