Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Page 13
NÝTT KIRKJUBLAÍ)
Éí
Og ])egar eg hafi setið góða dagstund og rabbað við séra
Matthías um Grímsey, minnist eg ])ess að fyrir 20 sumrum
átti bann undir bögg að sækja bjá mér og okkur binum með
próf á prestaskólanum. Ymsir hafa þar verið lestrarlitlir, og
með réttu eða röngu taldi eg Mattbías einna lesti'arminstan,
og nokkur vandlætingahugur var i mér, að láta bann ekki
grípa prófið alveg upp úr steinunum, og ]>að gerði hann
ekki beldur.
En Grímseyingar hefðu eigi beðið ]iess bætur, ef sá
stúdent á skólanum hefði þá verið gerður að fórnarlambi
vandlætisins.
f fSéra fiqqert S'iqfússon.
Hann andaðist 12. okt. fulb'a 68 ára, f. 22/0 1840. Hann
vígðist 1869 til Hofs og Spákonufcllssókna á Skagaströnd, var
þar 3 ár, síðnn 12 í Klausturhólum og loks 24 ár í Vogsós-
um. tlann var að keppa við það að vera prestur í 40 ár,
með mjög veikum burðum (hjartabilun), og komst á 40 árið,
en ekki lengra.
Einstæðingnr var hann í lífinu og ólíkur öðrum mönn-
um. Um andlega forystu var eigi að ræða hjá honum, þótt
margfróður væri bann og minnugur. Bezt mun bann hafa
notið sín við fræðslu ungmenna.
Og nú á enginn að setjast í sæti séra Eiríks gamla í
Vogsósum, og að litlu haldi kemur nú bin stórhöfðinglega
gjöf Guðrúnar biskupsekkju er bún gaf (18. sept. 1747) hið
forna höfðingjasetur og höfuðból Strönd og tvær aðrar jarðir til
uppheldis presti þar í þingunum.
Þegar séra Eggert var jarðsettur, varð að fella trégrind
i gröfina, svo eigi sandyrpist jafnóðum. Enda kvað Grímur
svo um Strandarkii'kju:
Grunnur pótt sé gljúpur og luus
get ég 61 hún stundi.
Guð sér sjálfur kirkju kaus
kringdu marar sandi.
En áreiðanlega flýtir það fyrir, að bygðin öll sandverpist,
er presturinn er nú tekin þaðan.