Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Blaðsíða 14
NÝTÍ KTRKJÚBLAÉ)
Fimtíu ára prestur.
Þess er nð ininnast, uð séra Stel’án Stephensen í Laugnrdalshól-
um á nú aldarmissirið að baki sér prestvígður. Vígsludagur huns 21.
nóv. 1858.
Séra Stet'án er bráðern enn og fullur af fjöri og framsóknarhug,
þótt árin verði senn 77.
Ritstj N. Kbl. flytur honum beztu heillaöskir.
Siðbótardagurinn.
Siðbótardagurinn á nú afmælisdag með drotningunni okkar, og hún
átti eflaust fánana hérna í bænum en ekki siðbótin Hvorstveggja af-
mælisins er minzt í Danmörku með leyfi í skólum.
En siðbótardagurinn varð dáfítið sögulegur hjá oss í þetta skifti
við það, að á þeim degi, 31. oklóber, var siðasta síða liinnar endur-
þýddu biblíu albúin til prentunar.
Nú bíður hin nlprenlaða biblía ráðstafana brezka Bibliufélagsins,
sem kemur henni í band og sölu.
Daufdumbrakenslan
var flutt til Reykjavikur i haust, veitir Margrét Bjarnadóttir frá
Reykhólum henni forstöðu. Meira um þá kenslu er rúm leyfir.
Húsavíkurkirkja
sem myndin var af í lt. tbl. kostaði fast að þvi 19 þús. Hún átti
fyrir um 8000 kr. Skuld hennar var í árslok 1907 kr. 7000 lil hins
almenna kirkjusjóðs og um 1000 kr annarstaður. Kirkjunni gáfust
rúmar 1800 kr. Stórkaupmenn Orum & Wulff gáfu 1000 kr., Guðjóns-
sensfeðgur c. 300 kr., konsúll Zöllner e. í.00 kr., Þórður læknir Páls-
son nú i Borgarnesi 72 kr., Steingrimur sýslumaður 50 kr. — Hreinar
tekjur kirkjunnar voru fardagaárið 1900/o7 rúmar 300 kr. og er það eigi
nema fyrir vöxtum af skuldinni. Eigi þá heldur komin vátrygging
hússins og viðhaldskostnaður.
Grnndarkirkja.
skuldar Magnúsi bónda einar 23,00 kr. nú í árslokin. Með 4°/0
vöxtum fer skuldin síhækkandi. Kirkjan átti fyrir um 2000 kr., en
kostaði um eða yfir 20000 kr. er bún var komin upp 1905. Á síðast-
liðnu ári var keypt til kirkjunnar orgel, sem kostaði 2250 kr., og „lux“-
lampi settur í lianu, sem kostaði 270 kr.
Ný kirkja.
Síðasti béraðsfundur í S.-M.prfd. samþykti þá gjörð safnaðarfuud-
ar uð taka kirkju upp á Búðum i Fáskrúðsfirði, og verða þá tvær
sóknir i Kolfreyjusluðar prestakalli, en nú er eigi nema ein. Búist er
við því uð nokkuð af fé Kolfreyjustuðarkirkju gangi til að reisa hina
nýju Búðarkirkju.