Nýtt kirkjublað - 01.02.1909, Síða 8
32
NÝTT KIRKJUBLAÐ
[vað
Fesus vildi.
Matt. 13, 31—32.
Þegar vér spyrjum hvert verið hafi takmark Jesú, hver
tilgangur hans með starfi sínu, fyrir hvað hann hafi lifað og
dáið, ])á getum vér að visu hugsað oss svarið með fleiru
móti en einu. En það svarið, sem einna bezt fullnægir hygg
ég vera þetta: Takmark Jesú var stofnun guðs ríkis á jörðu,
tilgangur hans að gera jörðina að guðs riki.
Þessi hugsjón gagntók alt líf hans. Fyrir hana lifði
hann og fyrir hana dó hann.
Mikilfenglegri hugsjón er ekki hægt að lifa fyrir. Hún
ber ekki vott um neinn smávaxinn anda þessi hugsjón Jesú
Mikilfengleg mundi hún þykja á vorum dögum, en margfalt
mikilfenglegri þó á dögum hans, eins og þá var háttað í veröld-
inni.
Jörðin var alt annað en ríki guðs, þá er Jesús fæddist í
heiminn. Það var öðru nær en að guð væri sá er mennirnir
yfirleitt helgnðu líf sitt og þjónustu Það var öðru nær en
að mennirnir græfust eftir guðs vilja til að haga eftir breytni
sinni.
Það var öðru nær en að rómverska ríkið hið mikta og
volduga, væri ríki þar sem heilagur vilji guðs væri mannanna
helgasta lögmál, — Það vita allir sem þekkja trúarlegt og
siðferðilegt ásigkomulag ]>eirra tima. Eða þá Israel — hin
litla og fátæka þjóð, sem taldi sig eignariýð guðs; ekki var
þar heldur um neitt guðs ríki að ræða þar sem vilji guðs
væri mannanna helgasta lögmál, — það var það i orði
kveðnu, það var það á pappírnum, en það var það ekki i
reyndinni — siður en svo.
Engu að síður var Jesús staðráðinn í að gera jörðina
að guðs ríki, að helga líf sitt alt þessu eina mikilfenglega
verkefni að kenna mönnunum að leggja stund á réttlæti og
heilagleik í allri breytni sinni, elska hver annan og hjálpa
hver öðrurn í stað þess að ásælast hver annan og vinna hver
öðrum mein.
En hvað skal segja? Var þetta ekki að setja sér ofhátt
takmark? Var þetta ekki að ætla sér að framkvæma ómögu-