Nýtt kirkjublað - 01.02.1909, Síða 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ
33
lega hluti? Jú — fyrir manna sjónum. Og árangurinn
varð ekki heldur mikill — fyrir manna sjónum. Hver var
hinn sýnilegi árangur starfs Jesú við dauða hans? Orfáir
lærisveinar — nokkrir ómentaðir og umkomulausir alþýðu-
menn — annað ekki! Og þessir menn áttu að halda
áfram því starfi, sem hann varð að hverfa brott frá: að breyta
jörðinni í guðs ríki, umskapa svo frá rótum líf maimaima
og hugsunarhátt, að guðs heilagur vilji yrði þeirra æðsta og
helgasta Iögmál.
Hlaut ekki það að sýnast enn ómögulegri hlutur fyrir þá
að framkvæma? Jú — fyrir manna sjónum var það enn
ómögulegra, að þeir gætu náð þessu takmarki.
En hugsjónamaðurinn mikli áleit það ekki neinn ómögu-
legan hlut. Hann var lifandi sannfærður um að ]»að hefði
alt góða vegu. Hjá honum komust engar efasemdir að.
Hann trúði á sigur hins góða, af því að hann trúði á guð,
trúði á hann heitar, öílugar og óbifanlegar en uokkur annar
hefir nokkru sinni gert. — Þeim sem trúir — hugsaði
hann — er alt mögulegt, því að guð getur alt. Guðs ríki
skal koma, jörðin skal umskapast frá rótum, það sæði skal
bera ávöxt, sem ég hefi sáð i akur mannfélagsins; jafnáreið-
anlega og af mustarðskorninu sprettur upp mustarðstré, skal
guðsnki spretta upp af því sæði, sem ég hefi sáð
Jesús er ekki i neinum efa um árangurinn af starfi sinu,
af því að hann þekti sæðið, sem hann hafði niðursáð, vissi
hvers eðlis það var og hvílíkan vaxtarkraft það hafði í sér
fólginn.
Aldrei hefir nokkur niaður lifað á þessari jörð jafnsterk-
trúaður á árangurinn af starfi sínu í heiminum sem Jesús.
Hver sem þekkir lifssögu hans, gengur fljótt úr skugga um
það Hann er ekki eitt augnablik í efa um, að starf hans,
þótt það yrði ekki lengra en þetta, muni fá afarmikla þýð-
ingu fyrir heiminn, muni áður en lýkur gjörbreyta öllum svip
og útliti heimsins
Hvílíkt bjartsýni!
Hvaðan kom honum slíkt bjartsýni, ekki fegra en útlitið
var fyrir manna sjónum, ekki bjartara en var uppi yfir?
Trúin á mátt föðursins, sem sendi hann, trúin ein gat
gert hann svo bjartsýnan mitt í heimi syndar og rangsleitni,