Nýtt kirkjublað - 01.02.1909, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 01.02.1909, Blaðsíða 12
36 NÝTT KIRKJUBLAÐ fram. Því að: „Guðs riki kemur ekki svo að þess gætt verði:‘, og það Iiefir sín áhrif í hógværum og kyrlátum anda. En tím- inn leiðir þau þess betur i ljós sem lengra líður. Og 2—3 aldir eru stuttur tími af þroskaskeiði mannkynsins. Því þarf mikilsvarðandi sannleikur oft langan tíma til að hefja sig yfir öll tvímæli En að því getur það j)ó stutt, beinlínis eða ó- beiidínis, að hver sá, sem persónulega meiningu hefir, lát.i liana í Ijó-i Þess vegna fmn ég mér skylt að láta í ljós mína persónulegu meiningu um það efni, sem vinur minn, dr. H. P., hefir vakið máls á Og meining mín er sú, að framfarirnar í mannúð standi í sambandi við framfarir í því, að leggja réttan skilning í kristindóminn. Eg verð, með fáeinum orðum, að skýra ])essa hugsun mína betnr. Mér hefir skilist svo, af fyrri alda guðsorði, sem ég liefi lesið. að ])á hafi hver sá verið álitinn réttkristinn, sem trúði þeim trúarsetningum, sem kirkjau hafði ákveðið, samkvæmt sínum skilningi á vissum ritningarstöðum, og að sá maður ætti vísa eilíf’a sælu, ef hann iðraðist synda sínna i lifanda lífi og, svo að segja, gæfi guði ávísun uppá lausnargjald og réttlæti Krists. Og mér hefir skilist af sögunni, að menn hafi vanalega tekið þessi atriði út úr kristindóminum á þann hátt, að með því gátu þeir samþýtt hann eigingirni sinni. En eigingirnin er i eðli sínu andstæðingur mannúðar og mannkærleika. Það munu nú vera 2—300 ár síðan fullkomnari skilning- ur á insta eðli kristindómsins fór að ryðja sér lil rúms og brjóta af sér hlekkina, sem eigingirnin hafði lagt hann í. Það er sá skilningur, að til þess að vera rétlkristinn þurfi maðurinn að „láta sama lunderni vera í sér, sem var í Jesú Kristi". En hann elskaði mennina meira en sitt eigið líf. Og hann gaf öllum þeim, sem vilja vera hans lærisveinar, þetta boðorð: „Elskið hvern annan eins og ég hefi elskað yður“. Þessi kristindóms-skilningur hygg ég að einkum hafi glætt mannúðar og mannkærleiks anda síðustu alda Og ég efa ekki, að í þeim efnum verði enn meiri framfarir um ókomnar aldir, samkvæmt hinu guðdómlega þroskunarlögmáli. Br. J.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.