Nýtt kirkjublað - 01.02.1909, Blaðsíða 13
NÝTT KmK.nJBLAÐ _
Brautin helqa.
05-0 *J
Stórtíðindum ]jykir ]iað sœta, að í sumar sem leið var
fullger járnbrautin frá Damaskus til Medína. Þaðan má heita
stutt suður til Mekka, og ])á skemst að bíða að báðar hinar
helgu borgir Múhameðsmanna veröi komnar í brautarsamband
við Sýrland og Litlu Asiu og Konstantínópel, eða sama sem
í túnfótinn lijá kalífanum, páfa Múhameðsmanna.
Þetta stórvirki, að leggja brautina óravegu um vatns-
lausar eyðimerkur, fyrir austan Saltasjó, hefir Tyrkjasoldán
Abdúl Hamíd II. unnið, þrátt fyrir fjárskort og óstjórn. Heil-
um herfylkjum hefir verið skipað til vinnunnar, og kaupið
afarlágt, og eigi siður með óskilum úti látið.
Hún bej- sig svo sem ekki brautin sú. Þar er svo sem
ekkert um að vera, nema pílagrímastraumarnir fram og aftur
vissa tínia árs. Góður Múhameðsmaður á helzt ekki að fara
svo í gröfina að eigi bafi hann áður sótt heim hinar helgu
borgir. Þegar hann kemur heim úr þeirri för er hann orð-
inn miklu meiri og betj'i maður í augum sjálfs sín og annara.
Brautin er gerð fyrir pílagrimana. Áður urðu þeir að sæta
verstu ókjörum af Bedúínum; það hét svo að þeir greiddu
Badúínum þóknun fyrir fylgd, en var eigi annað en ránskapur.
Mestu skiftir að soldán hefir nú þessar borgir alveg á sínu valdi,
gelur á fárra daga fresti komið ])angað setuliði eftir þörfum
„Rétttrúaðir“ einir hafa unnið að þessu og lagt alt féð til,
og starfrækja brautina. Þeir bafa orðið langt á undan Þjóð
verjum, sem i 9 ár liafa verið að eiga við Bagdað-braut-
ina austur um hinar frjóu bygðir Trúaráhuginn hefir kom-
ið meiru til leiðar en gróða-hugurinn. Auðvitað voru nokkrir
yfirmenn frá Evrópu, en seiriustu 40 mílurnar til Medína voru
Tyrkir alveg einir um það. Lundið var orðið ofheilagt, til
þess að kristnir menn mættu vera þar að verki, og ekki
mega þeir heldur koma nærri þessum 00 nn'lum sem eftir
eru suður lil Mekka.
Játvarður Englaudskonungur ræður yfir fleiri Múhameðs-
trúarmönnum en Tyrkjasoldán. Englandi er skákað með
þessari tyrknesku jarnbraut. Valdið yfir borgunum helgu
veitir jafnframt áhrifavald á miljónir sálna „rétttrúaðra“.