Nýtt kirkjublað - 15.02.1912, Side 8
48
NÝTT KIRKJUBLAÐ
kirkjuDni til viðkalds, og var kirkjan því komin í fnllan voða frá
þakleka og sprungum i múrinn að utan. Nú hefir söfnuður tekið
við kirkjunni, skilaði eigandi kirkjunni skuldlausri. Tekur söfn-
uður síðan lán úr kirkjusjóði, og fer fram á næsta sumri aðalað-
gjörð á kirkjunni, og verður hún þá eitt hið allra veglegasta guðs-
hús á landinu, eins að utan sem innan.
Kirkjuklukkan mikla og dýra, frá tíð Bjarna sýslumanns Hall-
dórssonar, er nú endurreist og komin í kirkjuna fyrir bókagjöf Gruð-
brands dr. Yigfússonar. Er hún með allri sömu gerð og áletran
og hin forna klukka var, að viðbættum fangamörkum þeirra As-
geirs Einarssonar og dr. Guðbrands. Kostaði hún um 300 kr.
Ritar síra Bjarni Pálsson í Steinnesi svo:
„Nú er kirkjuklukkan komin í Þingeyrakirkju, og var henni
í fyrsta sinni hringt 2. i Jólum, og voru menn þá alment við
kirkju úr sókninni. Var mikill ánægjuauki að henni. Hún er
fögur og hljómmikil, og sérstaklega hljómþýð, og heyrist um alt
JÞingið, þegar henni er hringt, og veður er stilt“.
Klukkusteypararnir heita C. Voss & Sohn í Stettín, en verk-
fræðingur J. G. Hlíðdal i Berlín var milligöngumaður.
Bréf Jóns Sigurðssonar.
Kennari ritar blaðinu að norðan: „Gullnáma eru bróf Jóns
forseta fyrir þann er kann að grafa og nota. Mikill er sá áhugi
sem þar er helgaður Eyjunni hvítu. Eg held að bréfin gætu ver-
ið ein sú besta kenslubók, sem völ er á. Þyrfti betur að kunn-
gjöra hana. Eg veit til þess að altof fáir lesa hana. Gott væri
að fá grein um þetta í N. Kbl. — Eg les bréfin oft á kveldin áð-
ur en eg sofna og dreymir vel á eftir.“
Þessu er því að svara, að ritstj. hefir oft hugsað þetta sama.
Snemma í vetur flutti hann erindi út af brófunum í K. F. U. M. og ætlaði
sér að koma ágripi á prent i N. Kbl., og verður vonandi rúm til þess.
Síra Árni Borsteinsson á Kálfatjörn
hefir verið prestur þar 25 ár og mintist söfnuður i vetur með
samsæti og gjöfum.
Síra Vilhjálmur Briem að Staðarstað
hefir fengið lausn frá prestskap vegna heilsubilunar.
Staður á Ölduhrygg.
SíraÁrni að Miklaholti tók eigi sameiningu. Staðarstaður, óbreytt-
ur, veitist því írá næstu fardögum, með kvöðinni að taka lögmæltri
breytingu. Orðugleikauppbót, 200 kr., bætist við er sóknirnar verða 4.
Ritstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON.
Félagsprentsmiðjan.