Nýtt kirkjublað - 15.02.1912, Side 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ
45
alls eigi að allir þeir forstöðumenn hafi gengið á háskólann
íslenska og tekið próf þaðan, þó að svo verði væntan-
lega um allan þorraþeirra. Þeir geta hafa fengið sinn þekkingar-
þroska annarstaðar, en guðfræðisdeild háskólans verður ein
að vera um dóminn. Tek eg til dæmis, að eg efa eigi að
katólskur prestur, með hiiiuni langa og myndarlega skólavegi
þeirra manna, hlyti að verða tekinn góður og gildur, prófun-
arlaust, vildi katólskur söfnuður hér fá sinn hlut vaxtanna.
En útlendingur yrði auðvitað áður að liafa fengið íslensk-
an þegnrétt, og hafa fært sönnur á að hann kynni íslensku
svo að gagni kæmi hans starf hjá íslenskum söfnuði.
Eins væri sjálftekinn islenskur guðfræðiskandidat frá lút-
erskum háskólum Norðurlanda til vorra lútersku safnaða.
Sé eigi slík trygging fyrir mentaðri prestastétt áfram, væri
beinn voði fyrirsjáanlegur af skilnaðinum. Taldi ræðum. þetta
meginatriðið við skilnaðarkjörin. Þeirri kröfu mundu hugs-
andi menn kirkjunnar islensku halda fram og þá eigi síður
allir þjóðvinir, sem skilja hvaða blessun frjáls og heilbrigður
kirkjufélagsskapur getur verið og á að vera þjóðinni.
Þýtt ur euska.
Vér biðjum ekki af því að vór trúum á
guð. — Vér trúum á guð af því að vér biðjum.
Það er hljótt og kyrt um móðurina þar sem hún er á
hæn. Og samt er hún ekki ein. Á einverustundinni er hinn
ósýnilegi lífsförunautur hjá henni. Og hún á oft mynd af
honum í huganum. Hún eins og sér hann fyrir augum sér.
Svo getur það líka verið að alls engin mynd sé til af
gestinum sem móðuriua sækir heim á einverustundinni. Hún
veit alveg eins af honum fyrir því. Hún kennir áhrifanna,
þó að hún hafi ekki reynt að hugsa sér það, hvaðan þau komi
og hvernig þau séu. Hún finnur það, að hún er ekki ein, þó
að sá sem hjá henni er hafi enga mótaða mvnd fengið í huga
hennar, Og gesturinn gefur henni svo dýrðlegar gjafir. Henni