Nýtt kirkjublað - 15.01.1914, Page 7

Nýtt kirkjublað - 15.01.1914, Page 7
NÝTT KIRKJtFBLAB 23 rúmlega 30 heimili sem þessa sjóðs njóta, svo að töluvert get- ur um hann dregið. I Lögbirtingablaðinu í síðastl. mánuði er auglýsing um sjóðinn. Árni biskup Helgason. Nokkrum sinnum hefir hans verið minst hér í blaðinu og átti að verða betur, því að góðar voru heimildir að smásögum um hann, er þeir voru Bjarnasynir amtmanns Þorsteinssonar, Árni og Steingrímur. Voru þeir svilar Bjarni og síra Árui í Görðum. En flest gleymist sem íarið er með í gamantali, og margtgottfer forgörðum við það að eigi er þegar í stað letrað eftir fróðum og minnugum mönnum. Þá sögu man eg eftir Steingrími, að mannskaða á sjó hafði að borið á Álftanesi, og fór síra Árni að segja ekkjunni. Henni varð þá að orði: „En að fjaudinu skyldi kenna honum að íara í nýja stakkinn i morgun". Síra Árni kyrpti saman augunum (Steingrímur lék það) og sagði fastmæltur: „Mikil hetja ert þú, Guðrún! “ Þá sögu sagði mér Ólafur bæjarfulltrúi Ólafsson í Reykjavík, nú nýlátinn, að liann var við kirkju i Görðum hjá síra Helga Hálfdánarsyni. Var Árni inni um messutímanD að tefla kotru, og var nokkuð kendur er fólk kom úr kirkju, og segir við síra Helga: „Þér munuð nú vera að reyna að siða Álftnesinginn, Helgi minn! Eg var líka að reyna það í meira en 30 ár, — og ávöxt- urinn sýnir sig“. Grímur Thomsen var kominn að Bessastöðum nokkrum árum fyrir andlát sira Árna. Kom hann þá eitt sinn til síra Árna að biðja hann að lána sór peninga, og þótti svarið snubbótt: „Eg fæ það ekki aftur“. Páort var það lika, er sira Árni átti að tala yfir gömlum merkis- höldi á Álftanesi. Var prófastur þá um of við vin og líkræðan var þessi, og ekki lengri: „Alla hefir ellin beygt, og eins gjörði hún líka við Þór. Og farið út með hann piltar". Sú saga minnir mjög á líkræðu hjá síra Ólafi stúdent, þegar hann var prestur i Dýrafjarðarþingum: „Það þýðir ekki að rifja UPP ávirðingar þessa aumingja og berið hann út piltar“. Kunni sira Þorkell heitinn á Reynivöllum og sagði manna best sögur af sira Ólafi stúdent úr Skagafirðinum. Annars er það athugavert, hvað vór, sem uppi stöndum, lát-

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.