Nýtt kirkjublað - 15.07.1914, Page 2

Nýtt kirkjublað - 15.07.1914, Page 2
162 NÝTT KIRKJTJBLAÐ atkvæbum. Þótti sumum vænlegra að bíða þess að leikmenn tækju og þátt í kjörinu á kirkjuþingi. Biskup hóf umræður um afleiðingarnar af kjörfrelsi safn- aða og kenningarfrelsi presta. Ræðumaður hélt því fram að það væri óumflýjanleg nauð- syn að söfnuðir gætu losnað við presta, sem aldrei hefðu átt í þá stöðu að komast, eða væru söfnuðum sínum gagnslausir eða verri en gagnslausir. Vaxandi kenningarfrelsi — í reynd- inni, hvað sem lagabókstaf liði — gerði nauðsynina enn brýnni. Lög þyrfti að fá til þessa og ættu söfnuðirnir út um land að sýna áhuga í því máli. Tóku margir þátt í umræðunum og að þeim Ioknum samþykt svolátandi tillaga með öllum atkvæðum og í einu hljóði: Fundurinn endurtekur ályktun synodusar á Þingvöll- um 1909, um rétt safnaða til að geta sagt prestum upp. ■ Síra Bjarni Jónsson Ilutti erindi um starfandi trú presta og snerust hinar fjörugu umræður um horfur fyrir sunnu- dagaskóla hér á landi og útbreiðslu K. F. U. M., biblíusam- lestur m. m. Hélt ræðumaður því fram og lagði fast að stéttarbræðrum sínum, að leggja mikla rækt og alúð við starf utan kirkju á þessum svæðum. Skýrt var frá þvi að biskup hefði nokkrar biblíur til um- ráða frá Breska Biblíufélaginu til að uppörfa sunnudagaskóla- hald hér á landi. Þá flutti sr. Sigurður dósent erindi um guðshugmynd Jesú Krists. Dró hann ályktanir frá þeirri mynd, svo sem hún verður sýnd og sönnuð að vera í Nýjatestamentinu, til trúmálaskoðana manna, fyr og nú, í kristinni kirkju. Nokkrar umræður urðu um notkun Barna-bibliunnar við kristindómsfræðslu barna og báru allir henni hið besta orð. Virðist hún meira og meira ryðja sér til rúms við undirbún- ing barna til fermingar. N. Kbl. flytur síðar erindi þeirra sr. Bjarna og sr. Sigurðar. Uthlutun synodusfjár fór fram að vanda. Minst látinna presta og kirkjulegra viðburða. Yfirlit yfir messur 1908— 1913, er birtist í N. Kbl., og margt fleira lagt fram.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.