Nýtt kirkjublað - 15.07.1914, Síða 5

Nýtt kirkjublað - 15.07.1914, Síða 5
að bœta. Það var ekki trúin sem greindi, það var mannúð- arlundin. — En hve skamt næði þó eigi skilningur minn á Jesú Kristi, ef eg staðnæmdist við það, að hann var mannvinurinn mesti og besti, sem allur var í að lækna og græða meinin og krafð- ist þess af öðrum. Jesús Kristur er mór opinberun hins óend- anlega, ósýnilega, eilífa guðs, i mannlegu lífi. Eg beygi kné fyrir honum og horfi upp í ásjónu hans og hrópa. „Drottinn minn og guð minn!“ Hann kom í heiminn til að opinbera oss guð. Og opinberunarmyndin var þessi, að hann áleit það ekki rán að vera jafn guði, heldur tók á sig þjónsmynd, og varð hlýðinn alt fram í dauðann á krossinum, — mönnunum til blessunar. — Ert þú kristinn maður? Eg spyr ekki um trú þína, eða kirkjufélag og guðsþjónustusiði. En elskar þú náunga þinn? Hefir þú viðleitni að þjóna honum, að bjarga honum, og gjöra hann að betra manni? L. A. lýðYeldið fpanska og páfakirkjan. Siður en svo að horfi til sáttar og samkomulags þar i milli, sem stundum heyrist. Öldungadeildin franska lét nýverið birta um endilangt landið ræðubrot sem flutt var á því þingi: „Þér klerkasinnar viljið rífa niður í skólum yðar stjórn- arfars-grundvöll landsins. Þér reynið að koma inn í sálir barnanna óupprætanlegum misskilningi, með það fyrir aug- um að kljúfa þjóð vora í tvo fjandsamlega flokka. Hver er tilgangurinn með kenslu vorri? Tilgangur vor er að kenna umburðarlyndí, að hvers konar einlæg og fals- laus sannfæring eigi rétt á sér, hvort sem hún kemur fram frá höfðinu eða hjartanu. Vér mundum síður en ekki amast við kirkjunni, héldi hún sér við trúmálin ein, boðaði frið og legði blessun sína yfir látna, og flytti þeim huggun er lifa. En kirkjan vill fara með völdin í landinu og leggja alt undjr sig. Þegar lýð-

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.