Nýtt kirkjublað - 15.07.1914, Blaðsíða 6
166
NÝTT KIEKJUBLAÐ
veldið komst á í Frakklandi, misti kirkjan hin miklu forrétt-
indi sín, þau vill kirkjan sækja aftur, harðri hendi, og fá að
nýju vald með höndum.
Þér haslið oss völl, þér sem kallist kirkjumenn og eruð
stríðsmenn páfans, með þeim orðum, að „niðjar krossfarend-
anna muni ekki láta undan síga fyrir þeim sem hafa Voltaire
að andlegum föður“.
Við því hefi eg þá aftur það að segja, að niðjar stjórn-
arbyltingarinnar miklu muni aldrei láta það viðgangast, að
hin rammasta harðstjórn, sem sögur fara af, fái að taka sig
upp aftur.
Þjóðmenjasafn íslands.
LeiðarvJsir eftir Matthias Þórðarson forstöðumann safnsins.
Kostnaðarmaður Jóh. Jóhannesson. Reykjavík 1914. Verð 1 kr.
1 bandi.
Forstöðumaður á bestu þökk fyrir ritið og eins útgefandi, því
búningur er allur hinn bezti. Hefir safnið lagt til mikinn fjölda
mynda sem tekist hafa ágætlega. Er bókin afaródýr, og ætti að
verða mikið keypt.
Leioarvisirinn um safnið, eftir forstöðumann, er stórfróðlegur,
er þar ekki svo lJtil íslandssaga i. Fremst er i ritinu um kirkju-
gripi, og tekur upp fullan þriðjung bókarinnar.
Þjóðmenjasafnið er talandi vottur þess, að vór höfum, þrátt
fyrir alt og alt, verið óslitið siðmenningarþjóð. Og þvi er safnið
mesta þjóðargersemi, og er vel að því sé allur sómi sýndur.
Fornir kirkjugripir hafa engu siður varðveitst hjá oss en öðr-
um Norðurlandaþjóðum, nema betur só, þótt ekki væru steinhúsin.
Og stórkostlega mikinn fróðleik eigum vér umfram þær i máldög-
um vorum um gripi og áhöld kirknanna í katólskum sið, og er
augljóst að kirkjurnar á hinu fátæku íslandi hafa flestar verið
prýðilega búnar — i katólskum sið.
Dagbókin min
orð úr heilagri ritningu og ljóð fyrir hvern dag ársins
kom út í fyrra um þetta leytið og seldist nær þvi helmingur
upplagsins á fyrsta ári. Fóru um 800 eintök til bóksala með
venjulegum sölukjörum en útgefandi hélt eitir einum 100 eintökum
til að selja þeim er kynnu að vilja kaupa fleiri eintök í einu til
útbýtingar. Útsöluverð bókarinnar 1 kr. og sendir útgefandinn
hvert á land sem vill að kostnaðarlausu meðan endist,